Svarar tröllunum og segir soninn bara með stóran heila Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 23:54 Phoenix Barron er aðeins níu mánaða en hefur þrátt fyrir það fengið sinn skerf af háði og spotti frá netverjum. Instagram Paris Hilton svaraði nettröllum sem hafa gert grín að höfuðstærð sonar hennar. Að sögn Hilton er hinn níu mánaða Phoenix heilbrigður en með stóran heila. Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Raunveruleikastjarnan deildi mynd af sér og syni sínum á Instagram í síðustu viku. Netverjar voru fljótir að taka eftir höfði barnsins sem er vissulega í stærri kantinum. Í kjölfarið rigndi inn misfallegum ummælum þar sem fólk velti því fyrir sér hvað væri að barninu. View this post on Instagram A post shared by Paris Hilton (@parishilton) Einn fylgjandi spurði hvort drengurinn væri nokkuð með heilabólgu (e. encephalitis), annar bar hann saman við teiknimyndapersónuna Stewie Griffin og sá þriðji sagði fólki að slaka á þar sem barnið hefði bara mikið um að hugsa. Aðrir hafa þó tekið upp hanskann fyrir strákinn. TikTok-notandinn Stephanie Tleiji fann sig knúna til að gera myndband um kommentakerfið á Instagram-síðu Hilton og þá vitleysu sem vellur þar fram. @stephwithdadeets Dude if you re bullying babies you should be getting your head checked. #parishilton #paris #phoenixhiltonreum #greenscreen #parishiltonbabynews #popculture #phoenixbarronhiltonreum original sound - Stephanie Tleiji Paris Hilton tók greinilega eftir myndbandi Tleiji af því hún skrifaði ummæli við það. „Það er til svo sjúkt fólk úti í heimi. Engillinn minn er fullkomlega hraustur,“ skrifaði hún meðal annars við myndbandið. Síðan bætti hún við „Og já, auðvitað hefur hann farið til læknis, hann er bara með stóran heila.“ Hilton birti einnig persónuleg skilaboð í Instagram-hringrás sinni þar sem hún sagði að það væri óásættanlegt að fólk beindi ummælum að barninu. Þá sagði hún að ekkert sem hún gerði væri nógu gott, ef hún birti ekki myndir af barninu gerði fólk ráð fyrir að hún væri vond móðir og ef hún birti myndir þá væri fólk grimmt og hatursfullt. „Ég er stolt útivinnandi móðir og barnið mitt er fullkomlega hraust, krúttlegt og engilfagurt.“ Paris skrifaði þessi skilaboð í hringrás sinni á Instagram.Instagram
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira