Hræðilega gaman að semja hrekkjavökulag Íris Hauksdóttir skrifar 25. október 2023 10:30 Bragi Valdimar segir lengi hafa verið vöntun á góðu hrekkjavökulagi, hann hefur nú bætt úr því. Hrekkjavakan er á næsta leiti og margir komnir með hugann þangað, þar á meðal leikhópurinn sem stendur að sýningunni Fíasól sem sett verður á fjalir Borgarleikhússins í byrjun næsta árs. Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“ Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Metnaðarfullur hópur listafólks stendur að baki sýningunni. Bragi Valdimar sér um textagerð og Karl Olgeirsson um tónlistarstjórn. Teymið gaf í gær út lag sem koma mun fyrir í sýningunni en það er tileinkað hrekkjavökunni og ber heitið Grikk eða gott. Lagið má hlusta á hér: Sjálfur segir Bragi að lagið hafi komið þægilega til sín. „Það var hræðilega gaman að fá að gera sérstakt hrekkjavökulag fyrir Fíusól og félaga. Kalli Olgeirs er búinn að stýra því glæsilega í höfn með leikhópnum. Það sárvantar auðvitað íslenska hrekkjavökutónlist og ég vona svo sannarlega að íslenskir krakkar, foreldrar, vampírur og óbreyttir draugar læri lagið og syngi það saman um alla eilífð!“ Kátir krakkar koma að sýningunni Fíasól.aðsend Gaman að hræða og hræðast Höfundur lagsins og tónlistarstjóri sýningarinnar, Karl Olgeirsson tekur í sama streng: „Það er svo gaman að heyra hvað Bragi Valdimar getur gert með efnivið eins og hrekkjavöku. Textalega séð tekur hann þrjár hliðar; Hvað það sé gaman að hræða og hræðast, sælgætissöfnunin og að það sé nú samt vest að fara varlega unnan um skrímslin. Og tónlistarlega tekur hann alls konar tónbil og hljómaraðir sem öskra: Hrekkjavaka! Það var því ekki leiðinlegt að finna hljóðheiminn sem passaði: Theremínið sem er draugahljóðið í upphafsstefinu, Celestan sem er mjúka bjölluhljóðið í brúnni inn í viðlagið, hljóð sem við þekkjum úr Harry Potter eða Hnotubrjótinum og svo Sembalið og Cimbalom sem heyrast í Adamsfjölskyldunni og Sherlock. Á endanum er það svo heildin sem skiptir málið, þriggja mínútna poppperla með barnakór og Bergi Þór sem er í essinu sínu. Og fjögurra manna Fíusólarhljómsveitinni sem auk mín inniheldur Svanhildi Lóu á trommur, Sam Pegg á bassa og Stebba Magg á gítar. Hvað gæti klikkað?“ Þórunn Arna Kristjánsdóttir sér um leikstjórn sýningarinnar og er að eigin sögn mikill hrekkjavökuaðdáandi. Lagið segir hún frábæra viðbót á hrekkjavökupartýlista fjölskyldunnar. „Ég er alveg hoppandi kát með þetta nýja íslenska hrekkjavökulag sem er bæði gaman að syngja og dansa við. Mér finnst Braga Valdimar takast frábærlega að fanga allt það besta við þennan hræðilega skemmtilega dag í þessu lagi.“
Leikhús Tónlist Hrekkjavaka Tengdar fréttir Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur. 4. maí 2023 17:01