Nokkrir vinnustaðir sem ekki leyfa þátttöku í kvennafrídeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 14:52 Sonja Ýr formaður BSRB segir stuðning við kvennafrídaginn almennt hafa verið mikinn. Vísir/Ívar Fannar Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni. „Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53
Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00