Dáist að styrk móður sinnar að hafa ekki farið í fóstureyðingu Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 10:48 Chris Burkard ljósmyndari hefur nú flutt til Íslands og segir hendinguna Þetta reddast lýsa viðhorfum Íslendinga fjarskalega vel. vísir/vilhelm „Ég fæ aldrei nóg af Íslandi og hef elskað landið frá því ég kom hingað”, segir Chris Burkard ljósmyndari sem í undanfarin ár hefur deilt ljósmyndum frá Íslandi með milljónum fylgjenda sinna. Móðir hans var aðeins sextán ára þegar hún eignaðist hann en þá var blóðfaðir hans nýlega látinn. Chris er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar og hann segir segir íslenska æðruleysið kristallast í setningunni „Þetta reddast“. „Ég fann það strax og ég kom hingað að það var eitthvað algjörlega sérstakt hér sem maður finnur hvergi annars staðar. Fólkið sem byggði þetta land hefur þurft að þróa með sér ótrúlega seiglu og þrautseigju, enda aðstæðurnar oft gríðarlega harðar. Eftir að ég fór að dvelja hér lengur fór ég að skilja betur þjóðarsálina og eins og annars staðar eru vandamál og erfiðleikar, en það er eitthvað alveg sérstakt æðruleysi í Íslendingum, sem mér finnst kristallast í setningunni: „Þetta reddast“. Kýs risjótta veðráttu um fram sólina Það tekur mann tíma að skilja hvað þessi setning útskýrir margt í hugarfari Íslendinga. Þegar fólk hefur þurft að búa við aðstæður eins og voru hér á árum áður og eru stundum enn, þá verður til hugarfar sem er allt öðruvísi en á stöðum þar sem veðrið er eins allt árið og það er hægt að ganga að hlutum vísum.” Chris, sem nú hefur flutt til Íslands alfarið, frá sólinni í Kaliforníu, þar sem hann hefur varið stærstum hluta ævinnar: „Ég fæ innilokunarkennd ef ég dvel lengi í stórborgum og náttúran togar alltaf í mig. Ég skil vel að fólki finnist það skrýtið að flytjast frá Kaliforníu til Íslands og á ákveðinn hátt er það líklega rétt. En bæði ég og konan mín vorum farin að upplifa ákveðna stöðun og skort á vexti.“ Chris segir lífið ekki mega vera of auðvelt og hann ekki hannaður fyrir að festast í þægindaramma. „Alveg frá því að ég kom hingað fyrst fann ég eitthvað sem hefur togað í mig alveg síðan. Svo hefur það bara aukist eftir því sem ég hef verið hér meira, fengið að sjá stærri hluta af landinu og myndað við ótrúlegar aðstæður.“ Blóðfaðirinn lést þegar hann var fóstur Chris kemur úr erfiðum aðstæðum, þar sem móðir hans var aðeins 17 ára þegar hún eignaðist hann og faðir hans lét lífið á meðan á meðgöngunni stóð: „Blóðfaðir minn lét lífið á meðan ég var í maganum á móður minni, þannig að mamma var ólétt að syrgja hann aðeins 16 ára gömul. Chris segist hafa þurft að vinna sig út úr því að hafa aldrei kynnst blóðföður sínum.vísir/vilhelm Það er rosalegt fyrir mig að hugsa um stöðuna sem hún var í á þessum tíma og hve sterk hún var að fara ekki í fóstureyðingu. Ég held að það að koma úr þessum aðstæðum hafi mótað mig gríðarlega. Ég þróaði ungur með mér mikið sjálfstæði, dugnað og vinnusemi, en síðar þurfti ég að leita mér aðstoðar sérfræðinga til að vinna úr æskunni og ýmsum áföllum.“ Milljónir fylga Chris á samfélagsmiðlum Fylgjendur Chris á samfélagsmiðlum telja milljónir og aðeins á Instagram fylgja honum fjórar milljónir. Hann segir lykilinn að því að skila góðu starfi vera að kunna að segja nei, kunna að endurnýja sig reglulega og tengja við ástríðuna sem kom honum af stað þegar hann var að byrja. „Lykilatriði er að týna sér ekki í viðbrögðum annarra, sérstaklega þegar samfélagsmiðlarnir eru orðnir stórir. Það er mjög auðvelt að fara í kulnun og þreytu ef maður endurnýjar sig ekki stanslaust og fyllir glasið sitt mjög reglulega. Alveg sama hversu skemmtilegt starfið þitt er og hversu mikið þú elskar það í byrjun, þá mun glansinn fara á einhverjum punkti.“ Chris segir það svo í öllum störfum að fólk upplifir hæðir og lægðir, alveg sama hvað maður fær mikið borgað, eða hve margir dást að störfum manns. „Mín leið til að halda í ástríðuna í því sem ég geri er að fylla orkuna mína og gera hluti sem hlaða mig og kunna að segja nei. Hvort sem það er hreyfing, tími með fjölskyldu, hlúa að heimilinu eða hvað svo sem virkar fyrir þig. Svo fer ég í kalda potta, geri yoga og reyni að huga að heilsunni alla daga.“ Heldur sér í góðu formi Störfin sem Chris vinnur krefjast þess af honum að halda sér í góðu líkamlegu formi, þar sem hann myndar oft við mjög krefjandi aðstæður og hefur einnig myndað afreksíþróttafólk á meðan það er í keppni. „Stundum þarf ég að gera mitt besta til að halda í við fólk á heimsmælikvarða með búnaðinn og ef ég á að geta skilað vinnunni minni af mér verð ég að vera í toppstandi. Chris heldur sér í góðu formi og er reyndar afreksmaður á sviði hjólreiða, en hann hefur meðal annars sigrað í sigraði WOW Cyclothon keppninni.vísir/vilhelm Ég hef stundað mikið af íþróttum í gegnum tíðina og það kemur að góðum notum í vinnunni minni. Ég er ekki nálægt því að vera á heimsmælikvarða sem íþróttamaður eins og sumt af fólkinu sem ég mynda, en er ágætlega á mig kominn,“ segir Chris, sem talar þarna af þó nokkurri hógværð, enda hefur hann hjólað þvert yfir Ísland við mjög erfiðar aðstæður, hlaupið laugaveginn á góðum tíma og hann sigraði WOW Cyclothon á sínum tíma og sló einstaklingsmet keppninnar í leiðinni: „Minningarnar af keppninni eru frábærar. Það voru regnbogar og fallegur vindur og svo allt í einu á suðurströndinni varð fjandinn laus og ég hélt á tímabili að ég ég myndi fjúka á hliðina. En ég stoppaði ekki, hélt áfram, nýtti mér meðvindinn og þegar upp var staðið kom ég í mark á býsna góðum tíma. Þessi keppni er ein af fjölmörgum ótrúlegum minningum sem ég á af tíma mínum hér og vonandi verða þær miklu miklu fleiri.” Hægt er að nálgast viðtalið við Chris og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Hjólreiðar Ljósmyndun Tengdar fréttir Chris Burkard sló metið í WOW Cyclothon Bandaríkjamaðurinn og Bieber ljósmyndarinn Chris Burkard kom í mark í WOW Cyclothon nú rétt fyrir miðnætti. 28. júní 2019 00:17 Ótrúleg svaðilför Chris Burkard meðfram allri Suðurströndinni Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi. 23. júlí 2022 08:00 „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. 30. maí 2022 10:31 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Chris er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar og hann segir segir íslenska æðruleysið kristallast í setningunni „Þetta reddast“. „Ég fann það strax og ég kom hingað að það var eitthvað algjörlega sérstakt hér sem maður finnur hvergi annars staðar. Fólkið sem byggði þetta land hefur þurft að þróa með sér ótrúlega seiglu og þrautseigju, enda aðstæðurnar oft gríðarlega harðar. Eftir að ég fór að dvelja hér lengur fór ég að skilja betur þjóðarsálina og eins og annars staðar eru vandamál og erfiðleikar, en það er eitthvað alveg sérstakt æðruleysi í Íslendingum, sem mér finnst kristallast í setningunni: „Þetta reddast“. Kýs risjótta veðráttu um fram sólina Það tekur mann tíma að skilja hvað þessi setning útskýrir margt í hugarfari Íslendinga. Þegar fólk hefur þurft að búa við aðstæður eins og voru hér á árum áður og eru stundum enn, þá verður til hugarfar sem er allt öðruvísi en á stöðum þar sem veðrið er eins allt árið og það er hægt að ganga að hlutum vísum.” Chris, sem nú hefur flutt til Íslands alfarið, frá sólinni í Kaliforníu, þar sem hann hefur varið stærstum hluta ævinnar: „Ég fæ innilokunarkennd ef ég dvel lengi í stórborgum og náttúran togar alltaf í mig. Ég skil vel að fólki finnist það skrýtið að flytjast frá Kaliforníu til Íslands og á ákveðinn hátt er það líklega rétt. En bæði ég og konan mín vorum farin að upplifa ákveðna stöðun og skort á vexti.“ Chris segir lífið ekki mega vera of auðvelt og hann ekki hannaður fyrir að festast í þægindaramma. „Alveg frá því að ég kom hingað fyrst fann ég eitthvað sem hefur togað í mig alveg síðan. Svo hefur það bara aukist eftir því sem ég hef verið hér meira, fengið að sjá stærri hluta af landinu og myndað við ótrúlegar aðstæður.“ Blóðfaðirinn lést þegar hann var fóstur Chris kemur úr erfiðum aðstæðum, þar sem móðir hans var aðeins 17 ára þegar hún eignaðist hann og faðir hans lét lífið á meðan á meðgöngunni stóð: „Blóðfaðir minn lét lífið á meðan ég var í maganum á móður minni, þannig að mamma var ólétt að syrgja hann aðeins 16 ára gömul. Chris segist hafa þurft að vinna sig út úr því að hafa aldrei kynnst blóðföður sínum.vísir/vilhelm Það er rosalegt fyrir mig að hugsa um stöðuna sem hún var í á þessum tíma og hve sterk hún var að fara ekki í fóstureyðingu. Ég held að það að koma úr þessum aðstæðum hafi mótað mig gríðarlega. Ég þróaði ungur með mér mikið sjálfstæði, dugnað og vinnusemi, en síðar þurfti ég að leita mér aðstoðar sérfræðinga til að vinna úr æskunni og ýmsum áföllum.“ Milljónir fylga Chris á samfélagsmiðlum Fylgjendur Chris á samfélagsmiðlum telja milljónir og aðeins á Instagram fylgja honum fjórar milljónir. Hann segir lykilinn að því að skila góðu starfi vera að kunna að segja nei, kunna að endurnýja sig reglulega og tengja við ástríðuna sem kom honum af stað þegar hann var að byrja. „Lykilatriði er að týna sér ekki í viðbrögðum annarra, sérstaklega þegar samfélagsmiðlarnir eru orðnir stórir. Það er mjög auðvelt að fara í kulnun og þreytu ef maður endurnýjar sig ekki stanslaust og fyllir glasið sitt mjög reglulega. Alveg sama hversu skemmtilegt starfið þitt er og hversu mikið þú elskar það í byrjun, þá mun glansinn fara á einhverjum punkti.“ Chris segir það svo í öllum störfum að fólk upplifir hæðir og lægðir, alveg sama hvað maður fær mikið borgað, eða hve margir dást að störfum manns. „Mín leið til að halda í ástríðuna í því sem ég geri er að fylla orkuna mína og gera hluti sem hlaða mig og kunna að segja nei. Hvort sem það er hreyfing, tími með fjölskyldu, hlúa að heimilinu eða hvað svo sem virkar fyrir þig. Svo fer ég í kalda potta, geri yoga og reyni að huga að heilsunni alla daga.“ Heldur sér í góðu formi Störfin sem Chris vinnur krefjast þess af honum að halda sér í góðu líkamlegu formi, þar sem hann myndar oft við mjög krefjandi aðstæður og hefur einnig myndað afreksíþróttafólk á meðan það er í keppni. „Stundum þarf ég að gera mitt besta til að halda í við fólk á heimsmælikvarða með búnaðinn og ef ég á að geta skilað vinnunni minni af mér verð ég að vera í toppstandi. Chris heldur sér í góðu formi og er reyndar afreksmaður á sviði hjólreiða, en hann hefur meðal annars sigrað í sigraði WOW Cyclothon keppninni.vísir/vilhelm Ég hef stundað mikið af íþróttum í gegnum tíðina og það kemur að góðum notum í vinnunni minni. Ég er ekki nálægt því að vera á heimsmælikvarða sem íþróttamaður eins og sumt af fólkinu sem ég mynda, en er ágætlega á mig kominn,“ segir Chris, sem talar þarna af þó nokkurri hógværð, enda hefur hann hjólað þvert yfir Ísland við mjög erfiðar aðstæður, hlaupið laugaveginn á góðum tíma og hann sigraði WOW Cyclothon á sínum tíma og sló einstaklingsmet keppninnar í leiðinni: „Minningarnar af keppninni eru frábærar. Það voru regnbogar og fallegur vindur og svo allt í einu á suðurströndinni varð fjandinn laus og ég hélt á tímabili að ég ég myndi fjúka á hliðina. En ég stoppaði ekki, hélt áfram, nýtti mér meðvindinn og þegar upp var staðið kom ég í mark á býsna góðum tíma. Þessi keppni er ein af fjölmörgum ótrúlegum minningum sem ég á af tíma mínum hér og vonandi verða þær miklu miklu fleiri.” Hægt er að nálgast viðtalið við Chris og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Hjólreiðar Ljósmyndun Tengdar fréttir Chris Burkard sló metið í WOW Cyclothon Bandaríkjamaðurinn og Bieber ljósmyndarinn Chris Burkard kom í mark í WOW Cyclothon nú rétt fyrir miðnætti. 28. júní 2019 00:17 Ótrúleg svaðilför Chris Burkard meðfram allri Suðurströndinni Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi. 23. júlí 2022 08:00 „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. 30. maí 2022 10:31 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Chris Burkard sló metið í WOW Cyclothon Bandaríkjamaðurinn og Bieber ljósmyndarinn Chris Burkard kom í mark í WOW Cyclothon nú rétt fyrir miðnætti. 28. júní 2019 00:17
Ótrúleg svaðilför Chris Burkard meðfram allri Suðurströndinni Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi. 23. júlí 2022 08:00
„Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. 30. maí 2022 10:31
„Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00