Læknamistök ógildu UFC bardaga Ankalaev og Walker Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 10:20 Brasilíumaðurinn Johnny Walker og Rússinn Magomed Ankalaev bíða eftir niðursstöðu bardagans en hún var engin. Hvorugur var nefnilega lýstur sigurvegari. Getty/Chris Unger Engin niðurstaða fékkst úr bardaga Magomed Ankalaev og Johnny Walker á bardagakvöldi UFC í Abu Dhabi um helgina og það af mjög sérstakri ástæðu. Það er óhætt að segja að endir bardagans hafi verið umdeildur og hreinlega óskiljanlegur fyrir bæði marga áhorfendur og sérfræðinga. Ankalaev og Walker höfðu báðir hug á því að stimpla sig inn í léttþungavigtina sem alvöru kandídatar en standa nú uppi án niðurstöðu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Ankalaev braut reglur með ólöglegu hnésparki þegar Walker var á gólfinu og dómarinn stöðvaði bardagann í kjölfarið. Áður en keppni hófst á ný þurfti læknir keppninnar að meta ástandið á Walker sem hafði þarna fengið hné í hökuna. Læknirinn fékk aftur á móti engin svör þegar hann reyndi að spyrja Brasilíumanninn spurninga til að meta ástand hans. Eftir að hafa ekki fengið nein viðbrögð Walker þá ákvað læknirinn að enda bardagann því Walker gæti að hans mati ekki haldið áfram. Það reyndust vera mistök því það var ekkert að Walker. Walker var líka mjög ósáttur með það og ætlaði að halda áfram keppni. Ankalaev var líka mjög pirraður yfir þessu. Þetta þýddi að þegar kom að því að tilkynna um sigurvegara var það ekki hægt. Svo mikið gekk á í hringnum eftir þetta að Dana White, forstjóri UFC, mætti í búrið og ræddi við báða bardagamennina. View this post on Instagram A post shared by MMA Junkie (@mmajunkie) MMA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Það er óhætt að segja að endir bardagans hafi verið umdeildur og hreinlega óskiljanlegur fyrir bæði marga áhorfendur og sérfræðinga. Ankalaev og Walker höfðu báðir hug á því að stimpla sig inn í léttþungavigtina sem alvöru kandídatar en standa nú uppi án niðurstöðu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Ankalaev braut reglur með ólöglegu hnésparki þegar Walker var á gólfinu og dómarinn stöðvaði bardagann í kjölfarið. Áður en keppni hófst á ný þurfti læknir keppninnar að meta ástandið á Walker sem hafði þarna fengið hné í hökuna. Læknirinn fékk aftur á móti engin svör þegar hann reyndi að spyrja Brasilíumanninn spurninga til að meta ástand hans. Eftir að hafa ekki fengið nein viðbrögð Walker þá ákvað læknirinn að enda bardagann því Walker gæti að hans mati ekki haldið áfram. Það reyndust vera mistök því það var ekkert að Walker. Walker var líka mjög ósáttur með það og ætlaði að halda áfram keppni. Ankalaev var líka mjög pirraður yfir þessu. Þetta þýddi að þegar kom að því að tilkynna um sigurvegara var það ekki hægt. Svo mikið gekk á í hringnum eftir þetta að Dana White, forstjóri UFC, mætti í búrið og ræddi við báða bardagamennina. View this post on Instagram A post shared by MMA Junkie (@mmajunkie)
MMA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira