Körfubolti

Samdi við ungmennalið og klárar tíunda bekk á Tenerife

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Bóas Unnarsson flytur til Tenerife 
Bóas Unnarsson flytur til Tenerife 

Ungur og efnilegur körfuboltaleikmaður Keflavíkur, Bóas Unnarsson, hefur samið um að leika með ungmennaliði spænska félagsins 1939 Canarias. 

Karfan greinir frá því að félagið hafi hrifist af Bóasi þegar hann var við æfingar hjá þeim í sumar. Hann hafi í kjölfarið þegið samningsboð um að æfa og spila með ungmennaliði félagsins á þessu tímabili. 

Bóas er fæddur árið 2008 og hefur því ekki enn lokið grunnskólagöngu sinni en hyggst gera það úti. Hann er uppalinn Keflvíkingur og hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands. 

Hann gengur þar með í góðan hóp Íslendinga sem spila körfubolta á Spáni. Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason spila með Valencia og Bilbao í efstu deild karla á meðan Sara Rún Hinriksdóttir leikur með AE Sedis Básquet í úrvalsdeild kvenna. Jón Axel Guðmundsson er svo leikmaður Alicante í næst efstu deild. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×