Þessi 34 ára gamli serbneski miðvörður hefur leikið þrjú tímabil í Bestu deildinni með KA frá því hann gekk til liðs við félagið frá serbneska félaginu FK Radnik fyrir tímabilið 2021. Þar áður spilaði hann með ýmsum félögum í Lettlandi, Ungverjalandi og Ísrael.
HJARTANLEGA VELKOMINN DUSAN🇷🇸
— FHingar (@fhingar) October 20, 2023
Dusan Brkovic gengur til liðs við Fimleikafélagið frá KA og gerir 1 árs samning!👌#ViðErumFH pic.twitter.com/pzVeD28jJp
Frá komu hans til KA hefur Dusan spilað 85 leiki í öllum keppnum, skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar. Leikmaðurinn rann út á samning við KA þegar tímabilinu lauk.
Félagsskiptin voru svo tilkynnt fljótlega eftir að Hans Viktor Guðmundsson var staðfestur sem nýr leikmaður KA í gær. Honum er væntanlega ætlað að leysa hlutverk Dusans í hjarta varnarinnar.