Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 21:11 Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í Kanada Vísir/Ívar Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira