Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2023 21:11 Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í Kanada Vísir/Ívar Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum. Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á frumbyggja á norðurslóðum var meðal þess sem rætt var á öðrum degi ráðstefnunnar Hringborðs norðurslóða í Hörpu í dag. Dan Vandal ráðherra norðurslóðamála og frumbyggja í ríkisstjórn Kanada sagði á ráðstefnunni í dag að stjórnvöld þar hafi þurft að grípa til víðtækra ráðstafana eftir miklar náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga í norðurhluta landsins á síðustu árum. Þar séu stærstu byggðir frumbyggja í Kanada. „Hlýnun er þrisvar sinnum hraðari á norðlægari slóðum en þeim suðlægari. Á norðurslóðum eru byggðir á ströndum Norðuríshafsins að missa land sem hefur þau áhrif að hús þeirra falla í sjóinn. Freði í jörðu á þessum slóðum er að þiðna sem breytir alveg búsetuskilyrðum þar. Það hefur þurft að flytja sumar byggðir frumbyggja til vegna þessara miklu hamfara,“ segir Dan Vandal sem bendir einnig á eina mestu skógarelda landsins í sumar. Hann segir gríðarlega mikilvægt að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum og Hringborð norðurslóða kjörinn vettvang til þess. „Það er ávinningur af því að norðurskautsríkin komi saman og ræði hin aðkallandi verkefni í loftslagsmálum. Ég hef trú á því að við getum lagt okkar af mörkum til aðstöðva loftslagsbreytingar. Þess vegna erum við hér. Þess vegna eru þessir fundir mikilvægir, segir Dan Vandal.“ Ungir umhverfissinnar mótmæltu Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna og Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna mótmæltu aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum við Hörpu í dag. Vísir/Berghildur Ungir umhverfissinnar boðuðu hins vegar til mótmæli við Hörpu í dag og sögðu að nú þyrfti að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum í stað umræðu. Cody Skahan formaður loftslagsnefndar Ungra umhverfissinna boðaði til mótmælanna. „Það virðist vera miklu meira talað en minna um nauðsynlegar aðgerðir. Það er ekki hlustað á raddir unga fólksins eins og æskilegt væri. Það er ekki gripið nógu fljótt til aðgerða til að verja framtíð okkar,“ segir Cody Skahan að lokum.
Hringborð norðurslóða Umhverfismál Kanada Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira