Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 20. október 2023 14:13 Einn hinna ákærðu kom með vistir í skútuna í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Skömmu síðar kom lögreglan um borð og fann fíkniefnin. Vísir/Vilhelm Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira