Hernaðarleg geta Kínverja eykst hraðar en menn gerðu ráð fyrir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 08:31 Hernaðarleg geta Kína hefur aukist hraðar en menn höfðu gert ráð fyrir. epa/Cheong Kam Ka Kína hefur fjölgað kjarnavopnum sínum hraðar en búist var við og á nú um það bil 500 virka kjarnaodda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hermálayfirvalda í Bandaríkjunum. Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið. Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Um er að ræða árlega samantekt Pentagon um hernaðarlega stöðu Kína en í henni segir einnig að stjórnvöld í landinu hyggist fjölga virkum kjarnaoddum í yfir 1.000 fyrir árið 2030. Kínverjar séu þó enn með þá yfirlýstu stefnu að grípa ekki til notkunar þeirra af fyrra bragði. Þrátt fyrir fjölgun kjarnaodda í eigu Kínverja er kjarnorkuvopnabúr þeirra langt um minna en vopnabúr Bandaríkjanna eða Rússlands. Rússar eru taldir eiga um 5.889 kjarnaodda og Bandaríkin 5.244. Erlendir miðlar hafa eftir háttsettum embættismanni að hröð framþróun vopnabúrs Kínverja veki ákveðnar áhyggjur en þrátt fyrir að Bandaríkin hafi í mörg horn að líta um þessar mundir er Kína enn álitin helsta ógnin sem þau standa frammi fyrir til lengri tíma litið. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt að Kínverjar muni búa að úrvals her á heimsmælikvarða fyrir árið 2049. Frá því að hann komst til valda árið 2012 hefur hann unnið að því að nútímavæða herinn. Bandaríkjamenn telja Kínverja hafa reist þrjá nýjar þyrpingar þar sem eldflaugar eru geymdar og þeim skotið á loft. Þar á meðal séu 300 skothólf fyrir langdrægar eldflaugar sem ná heimsálfa á milli. Í fyrrnefndri skýrslu segir að Kínverjar hafi unnið að því að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu nýst til að gera „hefðbundnar“ árásir á meginland Bandaríkjanna, Hawaii og Alaska, það er að segja með eldflaugum sem eru ekki vopnaðar kjarnaoddum. BBC fjallar ítarlega um málið.
Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira