Spánverji lagði hundruð milljóna króna inn á þrjár íslenskar konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2023 11:38 Málið verður þingfest um miðjan nóvember við Héraðsdóm Suðurlands. Tvær konur af þremur eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Vísir/Arnar Þrjár íslenskar konur eru sakaðar um að hafa þegið samanlagt á þriðja hundrað milljóna króna frá erlendum karlmanni og ekki gefið upp. Ein kvennanna segir að um lán hafi verið að ræða sem þegar hafi verið endurgreitt. Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konurnar þrjár fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Einni þeirra, 27 ára konu skráð til heimilis á Selfossi, er sökuð um að hafa ekki talið fram 132 milljónir króna tekjuárin 2016 og 2017. Segist þegar hafa greitt skattana Í ákæru héraðssaksóknara segir spænskur karlmaður hafi umrædd ár lagt inn á reikning konunnar hjá Íslandsbanka tæplega 131 milljón króna annars vegar árið 2016 og rúmlega 600 þúsund krónur árið eftir. Konan er sögð hafa gert grein fyrir greiðslunum sem skuld þegar hún hefði átt að gera grein fyrir milljónunum sem skattskyldri gjöf. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða rúmlega 59 milljónir króna í skatt. Sævar Þór Jónsson gætir hagsmuna einnar konunnar.Vísir/Arnar Sævar Þór Jónsson lögmaður er verjandi konunnar. Hann sagði í yfirlýsingu til DV á dögunum að um lán hefði verið að ræða sem konan hefði þegar greitt skatta af. Hún furði sig á því að gefin hafi verið út ákæra í málinu þegar búið sé að gera upp allar skattkröfur. Ekki kom fram í yfirlýsingu Auk konunnar sæta íslenskar mæðgur ákæru fyrir svipuð brot. Um er að ræða mæðgur á sjötugsaldri annars vegar og fertugsaldri hins vegar. Önnur er skráð til heimilis á Suðurlandi en hin í Mosfellsbæ. Móðir og dóttir Móðirin er ákærð fyrir að hafa ekki talið fram rúmlega fimmtíu milljónir króna sem sami spænski karlmaður lagði inn á reikning hennar hjá Íslandsbanka á árunum 2014-2017. Þannig hafi hún komist hjá því að greiða tæplega 21 milljón krónur í tekjuskatt og útsvar. Dóttir hennar naut einnig fjárhagslegs stuðnings frá sama karlmanni árin 2015 og 2017. Um þrjátíu milljónir króna samanlagt voru lagðar inn á hennar reikning hjá Arion banka. Hún taldi peningana ekki fram og komst þannig hjá því að greiða tæplega ellefu milljónir króna í tekjuskatt og útsvar. Þingfesting í málinu fer fram þann 16. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands, væntanlega þar sem tvær af þremur ákærðu eru skráðar til heimilis á Suðurlandi. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira