„Nenni ekki að dvelja í dramakasti” Íris Hauksdóttir skrifar 22. október 2023 07:00 Katrín Halldóra Sigurðardóttir gaf nýverið út plötuna Ást fyrir tvo sem aðgengileg er nú á streymisveitum. RAX Leikkonuna Katrínu Halldóru Sigurðardóttur þarf varla að kynna. Hún sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellýjar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu. Sjálf er Katrín Halldóra ekki síðri söngkona en leikkona, hún gaf nýverið út plötuna Ást fyrir tvo, plötu sem hún ætlaði að vera löngu búin gefa út en barneignir töfðu ferlið. Katrín eignaðist tvö börn með þriggja ára millibili en börnin fæddust sama dag, þann 5. júlí. Þrátt fyrir að vera í sama stjörnumerki segir Katrín þau ákaflega ólík en yngri dóttirin, Sóley, þriggja mánaða, hafi þann kost að leyfa móður sinni að sofa ágætlega yfir nóttina. Sóley litla hjalar í vöggunni á meðan viðtalið fer fram og sýnir að sögn móður sinnar sínar bestu hliðar. Katrín Halldóra og Sóley litla fylgja plötunni út í fæðingarorlofinu.RAX „Platan er búin að vera tilbúin síðan í apríl,” segir Katrín og lítur brosandi á dóttur sína. „Ég var of ólétt til að fylgja henni eftir þá.” Katrín starfar samhliða leiklistinni sem söngkona en hún gerði þrjár tilraunir til að komast inn í leiklistarnám, í millitíðinni skráði hún sig í söngnám og fann sig sð eigin sögn algjörlega þar. Dýrmæt gjöf að geta snert við fólki „Ég vann á Mokka kaffihúsi þegar hrunið varð fyrir nákvæmlega fimmtán árum. Þá komu listamennirnir þrammandi inn í þungum þönkum þar sem ég var að safna mér fyrir söngnámi í Danmörku. Ég lærði þar í hálft ár en fluttist aftur heim og skráði mig í djassnám við Tónlistarskóla FÍH. Ég ætlaði alltaf að verða söngkona en leiklistin sótti líka á mig. Ég fattaði í miðju námi að maður getur gert hvort tveggja. Í dag syng ég mikið. Það er mín önnur vinna og ákaflega gefandi starf. Skemmtilegasta sem ég geri er að syngja og að mínu mati er það dýrmæt gjöf að geta snert við fólki með tónlist. Söngur er svo heilandi og mér finnst ómetanlegt að geta unnið við hvort tveggja til jafns. Platan mín, Ást fyrir tvo, er í raun samansafn þeirra laga sem ég er oftast beðin um að syngja sem og þau lög sem snert hafa hvað mest við mér. Þetta eru allt ábreiðulög sem er viðeigandi í dag þar sem endurvinnsla er mikið í tísku.” Plötuna má hlusta á hér fyrir neðan en hún er eingöngu aðgengileg í gegnum streymisveituna Spotify. Rataði alltaf aftur í leiklistina Leiklist var þó alltaf draumurinn og segist Katrín aldrei hafa fundið löngun í að gera neitt annað. „Ég ætlaði mér alltaf að verða leikkona, frá því ég var lítil stelpa. Ég prófaði ýmislegt annað en rataði alltaf aftur til baka í leiklistina. Þetta eltir mann uppi þangað til maður fer að sinna því. Ég útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2015 og var heppin að fá vinnu strax. Ég vann síðan eins og brjálæðingur þangað til ég fór að eignast börn.” Þau Hallgrímur og Katrín Halldóra með börnin sín, Stíg þriggja ára og Sóleyju þriggja mánaða.RAX Fæddist í miðjum heimsfaraldri Spurð hvort að óttinn við að týnast innan íslensku leiklistarsenunnar við það að hverfa í móðurhlutverkið viðurkennir Katrín að sú hugsun hafi gert vart við sig. „Ég vildi auðvitað sýna ábyrgð og klára þau verkefni sem ég hafði sagt já við en svo þurfi maður alveg að bíða smá stund eftir hverju barni. Það þykir tiltörlulega seint í dag að eignast sitt fyrsta barn 31 árs en Hallgrímur, maðurinn minn átti son úr fyrra sambandi. Óðinn var tólf ára þegar við kynntumst en er í dag tuttugu og fimm ára og besti stóri bróðir sem hægt er að hugsa sér. Leikhúsið átti hreinlega líf mitt þangað til allt í einu kom mómentið þar sem mig langaði ekkert meira í heiminum en að verða móðir. Stígur fæddist í miðjum heimsfaraldri árið 2020 og stórfjölskyldan sá hann varla fyrr en á eins árs afmælinu. Sóley fæddist svo í sumar inn í allt aðrar aðstæður. Allt er svo miklu rólegra með annað barn. Maður veit inn í hvaða handrit maður er að stíga. Í dag er ég í mömmuleikfimi sem var til að mynda ekki í boði síðast og allt er miklu afslappaðra.” Katrín Halldóra segist óttalaus og treysta því sem kemur.RAX Hvernig hlúir þú að sjálfri þér? „Svefninn er mikilvægastur og sem betur fer er hún góð að leyfa mér að sofa. Auðvitað er líf og fjör sem er gaman, svo koma erfiðir dagar og þetta er alveg pakki en þetta er bara tímabil. Einhvern tímann eigum við Hallgrímur eftir að líta til baka og hlæja að þessu öllu saman. Hvað næstu hlutverk varðar hef ég alltaf tamið mér að vera algjörlega óttalaus. Ég veit að það kemur alltaf eitthvað skemmtilegt. Stærstu hlutverkin eru ekkert endilega þau stærstu heldur skiptir meira máli að gera vel úr því sem manni býðst og búa líka til sín eigin verkefni. Ég treysti og elti það sem kemur. Ég er svo ánægð í mínu starfi og heppin að vinna við það sem ég elska. Eins reyni ég að vera í æðruleysinu því það er vont að láta verkefni stjórna því hvort maður er leiður eða glaður í starfi. Verkefnin koma og fara og stundum þarf maður að segja nei við einhverju sem hefði getað verið skemmtilegt. Ég einfaldlega nenni ekki að velta mér upp úr ótta, frekar vil ég gera hluti sem eru skemmtilegir. Á meðan það er eftirspurn og verkefnin höfða til mín er ég sátt. Það er lítil nenna í mér að dvelja í einhverju dramakasti.” Katrín Halldóra leggur gríðarlega pressu á sig í starfi sínu sem söng og leikkona.RAX Spurð hvort hún hafi alltaf verið í stuði að stíga á svið sem Ellý segist Katrín aldrei gefa sér neinn afslátt. „Það var auðvitað svo ofsalega gefandi að leika Ellý og ég fann að ég var að gera eitthvað sem fór með fólk í alvöru ferðalag. Um leið og ég gekk inn á svið komst ég í gírinn og ég hlakkaði alltaf til að leika hana. Leikhúsið er skemmtilegasti vinnustaður í heimi og ekki sjálfgefið að vinna á svona stað þangað sem alltaf er gaman að mæta. Engu að síður er ég með rosalega pressu á sjálfri mér og hugsaði alltaf að hver sýning væri eins og að leika hana í fyrsta sinn. Ég leyfði mér aldrei að vera í hlutlausum gír og þess vegna var þessi uppfærsla algjör masterklass í leiklist fyrir mig. Leiklistarformið krefst mikils aga og það er tæknilega erfitt, þess vegna er svo gaman að horfa á leikara sem eru góðir í að láta manni finnast eins og þetta sé auðvelt. Það að setja sig inn í hugarheim og skilja persónuna sem þú túlkar og gera það fyrir framan augun á fólki er alveg kúnst. Þetta eru galdrar sem fara með mann einhvert annað.” Katrín segist þó afar sjaldan finna fyrir sviðsskrekk. „Einstaka sinnum lætur hann á sér kræla en mjög lítið. Ég vinn alltaf bæði í leiklist og söngnum með það í huga að þetta sé lifandi flutningur. Verandi ekki vélmenni getur alltaf eitthvað komið upp á. Þá er líka mikilvægt að leyfa sér að hafa gaman, leika á móti mótleikaranum og miðla til fólksins í salnum. Textar skipta mig gríðarlegu máli en annars reyni ég alltaf að hafa dass af kæruleysi. Þá er gaman og það smitast til áhorfenda.” Næsta verkefni Katrínar að fæðingarorlofi loknu er sýningin Eltum veðrið sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikhópurinn semur sjálfur handritið sem hverfist í kringum þörf Íslendinga að elta góða veðrið á sumrin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara að leika en ég elska hvað þetta starf er skapandi og hlakka til að sjá útkomuna.” Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Dóttirin fæddist á afmælisdegi bróður síns: „Bestu afmælisgjafirnar mínar“ Leik og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, trommuleikari Sólstafa eignuðust sitt annað barn þann 5. júlí síðastliðinn, á afmælisdegi sonar þeirra. Sjálf á Katrín afmæli 4. júlí og segir börnin tvö vera sínar bestu afmælisgjafir. 7. júlí 2023 15:13 Katrín Halldóra og Hallgrímur eiga von á barni Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, trommuleikari Sólstafa, eiga von á sínu öðru barni saman. 5. apríl 2023 12:58 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Sjálf er Katrín Halldóra ekki síðri söngkona en leikkona, hún gaf nýverið út plötuna Ást fyrir tvo, plötu sem hún ætlaði að vera löngu búin gefa út en barneignir töfðu ferlið. Katrín eignaðist tvö börn með þriggja ára millibili en börnin fæddust sama dag, þann 5. júlí. Þrátt fyrir að vera í sama stjörnumerki segir Katrín þau ákaflega ólík en yngri dóttirin, Sóley, þriggja mánaða, hafi þann kost að leyfa móður sinni að sofa ágætlega yfir nóttina. Sóley litla hjalar í vöggunni á meðan viðtalið fer fram og sýnir að sögn móður sinnar sínar bestu hliðar. Katrín Halldóra og Sóley litla fylgja plötunni út í fæðingarorlofinu.RAX „Platan er búin að vera tilbúin síðan í apríl,” segir Katrín og lítur brosandi á dóttur sína. „Ég var of ólétt til að fylgja henni eftir þá.” Katrín starfar samhliða leiklistinni sem söngkona en hún gerði þrjár tilraunir til að komast inn í leiklistarnám, í millitíðinni skráði hún sig í söngnám og fann sig sð eigin sögn algjörlega þar. Dýrmæt gjöf að geta snert við fólki „Ég vann á Mokka kaffihúsi þegar hrunið varð fyrir nákvæmlega fimmtán árum. Þá komu listamennirnir þrammandi inn í þungum þönkum þar sem ég var að safna mér fyrir söngnámi í Danmörku. Ég lærði þar í hálft ár en fluttist aftur heim og skráði mig í djassnám við Tónlistarskóla FÍH. Ég ætlaði alltaf að verða söngkona en leiklistin sótti líka á mig. Ég fattaði í miðju námi að maður getur gert hvort tveggja. Í dag syng ég mikið. Það er mín önnur vinna og ákaflega gefandi starf. Skemmtilegasta sem ég geri er að syngja og að mínu mati er það dýrmæt gjöf að geta snert við fólki með tónlist. Söngur er svo heilandi og mér finnst ómetanlegt að geta unnið við hvort tveggja til jafns. Platan mín, Ást fyrir tvo, er í raun samansafn þeirra laga sem ég er oftast beðin um að syngja sem og þau lög sem snert hafa hvað mest við mér. Þetta eru allt ábreiðulög sem er viðeigandi í dag þar sem endurvinnsla er mikið í tísku.” Plötuna má hlusta á hér fyrir neðan en hún er eingöngu aðgengileg í gegnum streymisveituna Spotify. Rataði alltaf aftur í leiklistina Leiklist var þó alltaf draumurinn og segist Katrín aldrei hafa fundið löngun í að gera neitt annað. „Ég ætlaði mér alltaf að verða leikkona, frá því ég var lítil stelpa. Ég prófaði ýmislegt annað en rataði alltaf aftur til baka í leiklistina. Þetta eltir mann uppi þangað til maður fer að sinna því. Ég útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2015 og var heppin að fá vinnu strax. Ég vann síðan eins og brjálæðingur þangað til ég fór að eignast börn.” Þau Hallgrímur og Katrín Halldóra með börnin sín, Stíg þriggja ára og Sóleyju þriggja mánaða.RAX Fæddist í miðjum heimsfaraldri Spurð hvort að óttinn við að týnast innan íslensku leiklistarsenunnar við það að hverfa í móðurhlutverkið viðurkennir Katrín að sú hugsun hafi gert vart við sig. „Ég vildi auðvitað sýna ábyrgð og klára þau verkefni sem ég hafði sagt já við en svo þurfi maður alveg að bíða smá stund eftir hverju barni. Það þykir tiltörlulega seint í dag að eignast sitt fyrsta barn 31 árs en Hallgrímur, maðurinn minn átti son úr fyrra sambandi. Óðinn var tólf ára þegar við kynntumst en er í dag tuttugu og fimm ára og besti stóri bróðir sem hægt er að hugsa sér. Leikhúsið átti hreinlega líf mitt þangað til allt í einu kom mómentið þar sem mig langaði ekkert meira í heiminum en að verða móðir. Stígur fæddist í miðjum heimsfaraldri árið 2020 og stórfjölskyldan sá hann varla fyrr en á eins árs afmælinu. Sóley fæddist svo í sumar inn í allt aðrar aðstæður. Allt er svo miklu rólegra með annað barn. Maður veit inn í hvaða handrit maður er að stíga. Í dag er ég í mömmuleikfimi sem var til að mynda ekki í boði síðast og allt er miklu afslappaðra.” Katrín Halldóra segist óttalaus og treysta því sem kemur.RAX Hvernig hlúir þú að sjálfri þér? „Svefninn er mikilvægastur og sem betur fer er hún góð að leyfa mér að sofa. Auðvitað er líf og fjör sem er gaman, svo koma erfiðir dagar og þetta er alveg pakki en þetta er bara tímabil. Einhvern tímann eigum við Hallgrímur eftir að líta til baka og hlæja að þessu öllu saman. Hvað næstu hlutverk varðar hef ég alltaf tamið mér að vera algjörlega óttalaus. Ég veit að það kemur alltaf eitthvað skemmtilegt. Stærstu hlutverkin eru ekkert endilega þau stærstu heldur skiptir meira máli að gera vel úr því sem manni býðst og búa líka til sín eigin verkefni. Ég treysti og elti það sem kemur. Ég er svo ánægð í mínu starfi og heppin að vinna við það sem ég elska. Eins reyni ég að vera í æðruleysinu því það er vont að láta verkefni stjórna því hvort maður er leiður eða glaður í starfi. Verkefnin koma og fara og stundum þarf maður að segja nei við einhverju sem hefði getað verið skemmtilegt. Ég einfaldlega nenni ekki að velta mér upp úr ótta, frekar vil ég gera hluti sem eru skemmtilegir. Á meðan það er eftirspurn og verkefnin höfða til mín er ég sátt. Það er lítil nenna í mér að dvelja í einhverju dramakasti.” Katrín Halldóra leggur gríðarlega pressu á sig í starfi sínu sem söng og leikkona.RAX Spurð hvort hún hafi alltaf verið í stuði að stíga á svið sem Ellý segist Katrín aldrei gefa sér neinn afslátt. „Það var auðvitað svo ofsalega gefandi að leika Ellý og ég fann að ég var að gera eitthvað sem fór með fólk í alvöru ferðalag. Um leið og ég gekk inn á svið komst ég í gírinn og ég hlakkaði alltaf til að leika hana. Leikhúsið er skemmtilegasti vinnustaður í heimi og ekki sjálfgefið að vinna á svona stað þangað sem alltaf er gaman að mæta. Engu að síður er ég með rosalega pressu á sjálfri mér og hugsaði alltaf að hver sýning væri eins og að leika hana í fyrsta sinn. Ég leyfði mér aldrei að vera í hlutlausum gír og þess vegna var þessi uppfærsla algjör masterklass í leiklist fyrir mig. Leiklistarformið krefst mikils aga og það er tæknilega erfitt, þess vegna er svo gaman að horfa á leikara sem eru góðir í að láta manni finnast eins og þetta sé auðvelt. Það að setja sig inn í hugarheim og skilja persónuna sem þú túlkar og gera það fyrir framan augun á fólki er alveg kúnst. Þetta eru galdrar sem fara með mann einhvert annað.” Katrín segist þó afar sjaldan finna fyrir sviðsskrekk. „Einstaka sinnum lætur hann á sér kræla en mjög lítið. Ég vinn alltaf bæði í leiklist og söngnum með það í huga að þetta sé lifandi flutningur. Verandi ekki vélmenni getur alltaf eitthvað komið upp á. Þá er líka mikilvægt að leyfa sér að hafa gaman, leika á móti mótleikaranum og miðla til fólksins í salnum. Textar skipta mig gríðarlegu máli en annars reyni ég alltaf að hafa dass af kæruleysi. Þá er gaman og það smitast til áhorfenda.” Næsta verkefni Katrínar að fæðingarorlofi loknu er sýningin Eltum veðrið sem sett verður upp í Þjóðleikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikhópurinn semur sjálfur handritið sem hverfist í kringum þörf Íslendinga að elta góða veðrið á sumrin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara að leika en ég elska hvað þetta starf er skapandi og hlakka til að sjá útkomuna.”
Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Dóttirin fæddist á afmælisdegi bróður síns: „Bestu afmælisgjafirnar mínar“ Leik og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, trommuleikari Sólstafa eignuðust sitt annað barn þann 5. júlí síðastliðinn, á afmælisdegi sonar þeirra. Sjálf á Katrín afmæli 4. júlí og segir börnin tvö vera sínar bestu afmælisgjafir. 7. júlí 2023 15:13 Katrín Halldóra og Hallgrímur eiga von á barni Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, trommuleikari Sólstafa, eiga von á sínu öðru barni saman. 5. apríl 2023 12:58 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Dóttirin fæddist á afmælisdegi bróður síns: „Bestu afmælisgjafirnar mínar“ Leik og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, trommuleikari Sólstafa eignuðust sitt annað barn þann 5. júlí síðastliðinn, á afmælisdegi sonar þeirra. Sjálf á Katrín afmæli 4. júlí og segir börnin tvö vera sínar bestu afmælisgjafir. 7. júlí 2023 15:13
Katrín Halldóra og Hallgrímur eiga von á barni Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, trommuleikari Sólstafa, eiga von á sínu öðru barni saman. 5. apríl 2023 12:58