„Munurinn var Aron Rafn“ Hinrik Wöhler skrifar 18. október 2023 20:46 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Haukar báru sigurorð af Aftureldingu í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld og lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn endaði 27-23 fyrir Haukum og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn í leikslok. „Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
„Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira