Nær öllu flugi aflýst vegna óveðursins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. október 2023 18:57 Óveðri er spáð í kvöld og fram á morgun. Vísir/Vilhelm Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Á vef Isavia má sjá að nær öllum flugferðum hefur verið aflýst í nótt og í fyrramálið og að einhverjum flugferðum í fyrramáið hefur verið seinkað. Flugfélagið Play hefur aflýst og seinkað flugferðum vegna óveðurs sem mun ganga yfir landið fram á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að ákvörðun um að seinka og aflýsa flugferðum hafi verið tekin eftir samtal við veðurfræðinga. Spáð er að vindhviður muni ná allt að sextíu hnútum en til að hægt sé að koma farþegum örugglega um borð og frá borði á flugvellinum megi hviður ekki fara yfir fimmtíu hnúta. Þá segir að Play hafi þegar frestað áætluðum flugferðum sem áttu að fara frá Barcelona og Madrid til Íslands í kvöld. Áætluð brottför á þeim ferðum verður klukkan ellefu í fyrramálið. Þar að auki hefur flugfélagið aflýst sjö flugferðum til Evrópu í fyrramálið og seinkað flugi til Tenerife og Kaupmannahafnar til eftirmiðdags á morgun. Þá verður flugferðum sem áttu að koma frá Norður-Ameríku til Íslands í fyrramálið verið seinkað og munu í þess í stað lenda á Keflavíkurflugvelli seinni partinn á morgun. Farþegar Icelandair endurbókaðir í tilkynningu frá Icelandair segir að flugferðir til Evrópu í fyrramálið auk flugferða til Boston og New York hafa verið felldar niður. Þar af leiðandi falli flug frá sömu áfangastöðum til Íslands um miðjan dag á morgun einnig niður. Auk þess kemur fram að flug til Tenerife á morgun sé á áætlun en haft verði samband við farþega ef breytingar verði þar á. Þá hafi þrjár flugferðir fram og til baka innanlands í fyrramálið verið felldar niður. Gert væri ráð fyrir að síðdegisflug á morgun verði á áætlun. Félagið muni fylgjast vel með veðri og upplýsa farþega ef breytingar verði á áætlun. Þá segir að farþegar sem áttu bókaða flugferð sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og muni fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar megi búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega. „Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu,“ segir loks í tilkynningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Play Veður Keflavíkurflugvöllur Icelandair Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira