Leikkonan Edda Björgvinsdóttir, verndari verkefnisins og Hrannar Már, formaður Sorgarmiðstöðvarinnar opnuðu viðburðinn með hugvekju.
Tónleikarnir voru fyrsti liðurinn í fjármögnun til styrktar Listasmiðju fyrir börn í sorg sem er samvinnuverkefni G1881 Góðgerðafélags og Sorgarmiðstöðvarinnar.
Tónleikagestir voru um þrjúhundruð manns og virðast þeir hafa skemmt sér vel þrátt fyrir hressilegt rok og rigningu líkt og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.









