Loftslagsbreytingar valdi verri öndunarfærasjúkdómum og sýkingum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2023 13:01 Versnandi loftgæði og náttúruhamfarir af völdum loftslagsbreytinga eru stórt lýðheilsumál að sögn sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru þær stærsta heilsufarsógn mannkyns. Verkefnastjóri hjá landlækni segir tímaspursmál hvenær sjúkdómsberar á borð við moskítóflugur komi til landsins. Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“ Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar birti í morgun fjórðu skýrslu sína um loftslagbreytingar á Íslandi og var hún kynnt á fjölmennum fundi í Grósku. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að umtalsverð áhrif loftslagsbreytinga á atvinnuvegi, bygða innviði og efnahag skapi verulegar áskoranir. Til að mynda megi þar nefna tilflutning sjúkdómsbera norður á bóginn. „Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær smit fer að berast úr mítlum í fólk hér á landi, til dæmis lyme-sjúkdómurinn. Eins er líka spurning hvenær moskítóflugur ná að nema land hér og þær geta flutt með sér ýmsa sjúkdóma,“ segir Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda skýrslunnar. Huga þurfi að ýmsum þáttum, allt frá versnandi loftgæðum að náttúruhamförum. „Þótt hann geti haft margvísleg jákvæð áhrif getur aukinn gróður til dæmis valdið versnandi öndunarfærasjúkdómum og nýjum tilfellum. Svo geta ýmis konar veðuröfgar aukið hættu á slysum og geta haft víðtæk áhrif á samfélög og fólk.“ Breytt veðurfar og öfgar í veðri hafa þá áhrif á ræktunarmöguleika á Íslandi og hætta á að aðfangakeðjur rofni vegna áhrifa loftslagsbreytinga erlendis. Gígja segir aðgengi að hollum og góðum mat stórt lýðheilsumál. „Og að við séum sjálfbær um okkar fæðu sem við þurfum hér á landi. Þannig að við séum eins lítið háð utanaðkomandi aðföngum og hægt er. Það er talað um að aðfangakeðjum geti verið ógnað og þarna geta, fyrir Ísland, falist viss tækifæri varðandi matvælaframleiðslu,“ segir Gígja. Hún segir að verið sé að gera margt nú þegar til að bregðast við þessum áskorunum. „Við erum stutt á veg komin varðandi loftslagsmálin og lýðheilsu hér á landi en við þurfum að halda áfram að reyna að ná utan um stóru myndina og tryggja að við séum að vakta það sem þarf að vakta.“
Loftslagsmál Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira