Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2023 12:10 AP/J. Scott Applewhite AP/J. Scott Applewhite Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. Meirihluti Repúblikana er svo naumur að Jordan mátti ekki missa fleiri en fjögur atkvæði. Hann missti þó mun fleiri en það og sagði hann eftir atkvæðagreiðsluna í gær að hann myndi ræða við sitt fólk og að reynt yrði aftur. Tvær vikur eru síðan nokkrir Repúblikanar veltu Kevin McCarthy úr sessi en gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni að undanförnum. Repúblikanar tilnefndu svo Steve Scalise til embættisins en hann dró framboðið til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Eftir tilnefninguna fóru hann og bandamenn hans í þrýstingsherferð gegn þingmönnum sem studdu hann ekki. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Þetta mun hafa farið verulega í taugarnar á einhverjum þingmönnum. Carlos A. Gimenez sagði til að mynda að þrýstingsherferðin hefði haft öfug áhrif á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að veita McCarthy sitt atkvæði. Aðrir sem greiddu atkvæði gegn Jordan koma úr kjördæmum þar sem Joe Biden, forseti, sigraði í forsetakosningunum 2020. Þessir þingmenn eru taldir óttast að ná ekki endurkjöri veiti þeir Jordan atkvæði, þar sem hann er verulega umdeildur. Þetta á við sex þingmenn og þar af eru þrír frá New York-ríki. Aðrir sjö þingmenn, sem sitja í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar, greiddu atkvæði gegn Jordan. Þessir þingmenn hafa áhyggjur af því að Jordan myndi krefjast of mikils niðurskurðar á fjárútlátum ríkisins. Punchbowl News segir útlit fyrir að fleiri þingmenn myndu greiða atkvæði gegn Jordan í dag. Spenna milli Jordans og Scalise Í frétt Washington Post segir að mikil spenna sé innan þingflokks Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega milli bandamanna Jordans annarsvegar og bandamanna Scalise hins vegar. Einn þingmannanna hefur sagst reiður yfir því hvernig bandamenn Jordans grófu undan Scalise, eftir að sá siðarnefndi sigraði í atkvæðagreiðslu þingflokksins í síðustu viku. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með Scalise og bað hann um aðstoð við að snúa þeim sjö þingmönnum sem veittu Scalise atkvæði sitt. Samkvæmt heimildum WP vildi Scalise ekki lofa neinu. Annar heimildarmaður miðilsins sagði að Jordan hefði beðið Scalise um að halda stuðningsræðu fyrir sig í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og að Scalise hafi neitað. Enginn virðist eiga greiða leið Óreiðan innan flokksins bendir til þess að enginn þingmaður eigi greiða leið að þeim 217 atkvæðum sem til þarf. Búist er við því að takist Jordan ekki að tryggja sér nægilega mörg atkvæði í dag, verði lögð fram tillaga í dag um að gera Patrick McHenry að þingforseta, en hann hefur sinnt stöðunni tímabundið frá því að McCarthy var vikið úr embætti. BREAKING NEWS: DAVID JOYCE is expected to file a motion TODAY to elect PATRICK MCHENRY as a permanent speaker pro tem. @PunchbowlNews AM HERE: https://t.co/CfwAhY9BZB— Jake Sherman (@JakeSherman) October 18, 2023 Sem starfandi forseti hefur hann þó lögum samkvæmt eingöngu heimild til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Hann er ekki talinn hafa umboð til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp, þó einhverjir hafi haldið því fram. Staðan er nokkuð óljós þar sem McCarthy var fyrsti þingforsetinn til að láta víkja sér úr embætti. Mchenry hefur verið náinn samstarfsmaður McCarthy en hann gæti þurft aðstoð Demókrata við að verða þingforseti. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Meirihluti Repúblikana er svo naumur að Jordan mátti ekki missa fleiri en fjögur atkvæði. Hann missti þó mun fleiri en það og sagði hann eftir atkvæðagreiðsluna í gær að hann myndi ræða við sitt fólk og að reynt yrði aftur. Tvær vikur eru síðan nokkrir Repúblikanar veltu Kevin McCarthy úr sessi en gífurleg óreiða hefur ríkt í fulltrúadeildinni að undanförnum. Repúblikanar tilnefndu svo Steve Scalise til embættisins en hann dró framboðið til baka degi síðar, þegar ljóst var að hann naut ekki nægilegs stuðnings til að tryggja sér embættið. Jim Jordan, þingmaður frá Ohio og ötull stuðningsmaður Donalds Trump, var svo tilnefndur eftir atkvæðagreiðslu innan þingflokks Repúblikanaflokksins. Eftir tilnefninguna fóru hann og bandamenn hans í þrýstingsherferð gegn þingmönnum sem studdu hann ekki. Meðal annars fékk Jordan hann Sean Hannity frá Fox News til að hjálpa sér með því að senda fyrirspurn á alla sem greiddu ekki atkvæði með Jordan og spyrja þá af hverju þeir gerðu það ekki. Stuðningsmenn Jordans gagnrýndu einnig þessi þingmenn harðlega á samfélagsmiðlum og í viðtölum. Þá var símanúmerum þingmanna sem vildu ekki veita Jordan atkvæði sitt deilt á samfélagsmiðlum og fólk hvatt til að þrýsta á þá. Þetta mun hafa farið verulega í taugarnar á einhverjum þingmönnum. Carlos A. Gimenez sagði til að mynda að þrýstingsherferðin hefði haft öfug áhrif á hann og þess vegna hafi hann ákveðið að veita McCarthy sitt atkvæði. Aðrir sem greiddu atkvæði gegn Jordan koma úr kjördæmum þar sem Joe Biden, forseti, sigraði í forsetakosningunum 2020. Þessir þingmenn eru taldir óttast að ná ekki endurkjöri veiti þeir Jordan atkvæði, þar sem hann er verulega umdeildur. Þetta á við sex þingmenn og þar af eru þrír frá New York-ríki. Aðrir sjö þingmenn, sem sitja í fjárlaganefnd fulltrúadeildarinnar, greiddu atkvæði gegn Jordan. Þessir þingmenn hafa áhyggjur af því að Jordan myndi krefjast of mikils niðurskurðar á fjárútlátum ríkisins. Punchbowl News segir útlit fyrir að fleiri þingmenn myndu greiða atkvæði gegn Jordan í dag. Spenna milli Jordans og Scalise Í frétt Washington Post segir að mikil spenna sé innan þingflokks Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega milli bandamanna Jordans annarsvegar og bandamanna Scalise hins vegar. Einn þingmannanna hefur sagst reiður yfir því hvernig bandamenn Jordans grófu undan Scalise, eftir að sá siðarnefndi sigraði í atkvæðagreiðslu þingflokksins í síðustu viku. Eftir atkvæðagreiðsluna í gær fundaði Jordan með Scalise og bað hann um aðstoð við að snúa þeim sjö þingmönnum sem veittu Scalise atkvæði sitt. Samkvæmt heimildum WP vildi Scalise ekki lofa neinu. Annar heimildarmaður miðilsins sagði að Jordan hefði beðið Scalise um að halda stuðningsræðu fyrir sig í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og að Scalise hafi neitað. Enginn virðist eiga greiða leið Óreiðan innan flokksins bendir til þess að enginn þingmaður eigi greiða leið að þeim 217 atkvæðum sem til þarf. Búist er við því að takist Jordan ekki að tryggja sér nægilega mörg atkvæði í dag, verði lögð fram tillaga í dag um að gera Patrick McHenry að þingforseta, en hann hefur sinnt stöðunni tímabundið frá því að McCarthy var vikið úr embætti. BREAKING NEWS: DAVID JOYCE is expected to file a motion TODAY to elect PATRICK MCHENRY as a permanent speaker pro tem. @PunchbowlNews AM HERE: https://t.co/CfwAhY9BZB— Jake Sherman (@JakeSherman) October 18, 2023 Sem starfandi forseti hefur hann þó lögum samkvæmt eingöngu heimild til að sitja yfir þingfundum sem snúast um að finna þingforseta. Hann er ekki talinn hafa umboð til að sitja yfir atkvæðagreiðslum um lagafrumvörp, þó einhverjir hafi haldið því fram. Staðan er nokkuð óljós þar sem McCarthy var fyrsti þingforsetinn til að láta víkja sér úr embætti. Mchenry hefur verið náinn samstarfsmaður McCarthy en hann gæti þurft aðstoð Demókrata við að verða þingforseti.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent