MT Melsungen tók á móti Erlangen í kvöld. Þó sigurinn hafi aldrei verið í hættu þá tók það Melsungen sinn tíma að hrista gestina af sér. Staðan í hálfleik var 17-13 en þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn upp í sjö mörk, lokatölur 32-25.
Elvar Örn Jónsson var magnaður í liði Melsungen með sex mörk og þrjár stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu.
Íslendingaliðið stekkir upp fyrir annað Íslendingalið, Magdeburg, og situr nú í 2. sæti með 16 stig. Magdeburg er svo í 3. sæti með 14 stig.