Leggur til 1400 prósenta hærri niðurgreiðslu vegna tæknifrjóvgunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2023 15:03 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum. Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“ Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Núverandi niðurgreiðsla Sjúkratrygginga vegna tæknifrjógvunarmeðferðar er 5%. Með frumvarpinu leggur Hildur til að niðurgreiðslan verði hækkuð upp í 75% sem er fimmtán földun eða sem nemur 1400 prósentum. Þá leggur hún til að niðurgreiðsla við aðra til fjórðu tæknifrjóvgun fari úr 65% í 90%. Kostnaður fólks sem fer í fjórar tæknifrjóvganameðferðir lækkar samkvæmt því úr 1.400.000 krónum í 324.500 krónur. Auk þess leggur frumvarpið til að tæknifrjógvanameðferðir vegna fyrirsjáanlegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferða á borð við geislameðferð og lyfjameðferð verði gerðar með öllu gjaldfrjálsar. Til að fjármagna aukinn kostnað vegna tæknifrjógvana leggur Hildur til að niðurgreiðsla vegna valkvæðra ófrjósemisaðgerða verði felld niður. Hún segir það sjálfsagðan rétt fólk að fara í slíkar aðgerðir en að nauðsynlegt sé að forgangsraða fjármunum ríkisins betur. „Það er og verður sjálfsagður réttur fólks að fara í slíkar ófrjósemisaðgerðir, en í stað þess að ríkið standi straum af þeim kostnaði verður fjármununum forgangsraðað betur í því skyni að létta fjárhagslega undir með fólki sem vill reyna að verða foreldrar. Tillaga mín um tilfærslur á niðurgreiðslukerfinu veldur því að í þessu frum¬varpi felst eng¬in út¬gjald¬a¬aukn¬ing. Það skiptir sérlega miklu máli á verðbólgutímum. Ég tel það vera algjört lykilatriði að þeir einstaklingar sem leggja þurfa upp í kostnaðarsamt ferli tæknifrjóvgana upplifi að umgjörð laga og reglna um tæknifrjóvgun séu gerðar þeim til aðstoðar,“ segir Hildur og bætir við: „Þetta er sanngirnismál, að við hjálpum fólki sem er í þeirri stöðu að geta ekki eignast börn eða á í erfiðleikum með það, og ég veit að þessar breytingar munu skipta fjölda fólks heilmiklu máli.“
Alþingi Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10 Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Færsla Livio harðlega gagnrýnd: „Það gleðst enginn yfir sársaukafullum eggheimtum“ Færsla Livio þar sem því var fagnað að 5000 eggheimtur hefðu verið framkvæmdar, hefur verið harðlega gagnrýnd og vakið hörð viðbrögð. Kona sem lýsir slæmri reynslu sinni af fyrirtækinu spyr hvers vegna í ósköpunum þetta sé fagnaðarefni. Færslunni hefur nú verið eytt. 29. september 2023 13:10
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda