Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2023 14:00 Myndskeiðið hefur vakið mikla reiði eftir að það komst í umferð á samfélagsmiðlum. TSamsett Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Greint var frá málinu á vef Mirror. Fram kemur að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Íslandsferð nemendahóps á vegum Harris Girls Academy, sem er breskur stúlknaskóli í bænum Beckingham í Kent. Á myndskeiðinu má sjá konuna og nemandann eiga stutt samtal og heyrist stúlkan biðja konuna um að koma ekki nálægt sér. Konan bregst þá við með að slá stúlkuna utan undir. Stúlkan flýr í burtu og konan eltir hana. Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023 Hópur sem kallar sig The Black Child Agenda deildi fyrst myndskeiðinu. Upphaflega kom fram að konan á myndskeiðinu væri kennari við skólann. Fjölmargir netverjar hafa hneykslast á framkomu konunnar og kallað eftir að hún verði sótt til saka. Síðdegis í gær sendi Harris Girls Academy frá sér yfirlýsingu vegna málsins og kom þar fram að umrædd kona væri ekki starfsmaður skólans. Þá kom einnig fram að atvikið hefði verið kært til lögreglu og væri litið alvarlegum augum. Nemendahópurinn væri í öruggum höndum en hópurinn sneri aftur heim til Bretlands síðastliðinn laugardag. Iceland Trip- the group have landed safely at Heathrow and are still on track to be back at school for 11pm— Harris Girls Academy Bromley (@HarrisBromley) October 14, 2023 „Við deilum hneykslun ykkar og við munum styðja við lögreglurannsóknina.“ Var ekki handtekin Í samtali við The Mirror tekur Jóhann Sigurðsson, hótelstjóri á Hótel Örk fram að umrædd kona sé ekki starfsmaður á hótelinu. Hún sé fararstjóri, sem hafi verið að ferðast með öðrum hópi, og hafi verið gestur á hótelinu. Staðfestir hann að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, og að skýrslur hafi verið teknar af hópnum. Fararstjórinn var ekki handtekin. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið hafa verið tilkynnt til embættisins skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins 14. október. Málið sé til rannsóknar en sagði ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsóknina, svo sem hvort rætt hefði verið við konuna. Erlendir skólahópar eru tíðir gestir á Hótel Örk á ferð þeirra um landið.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hveragerði Hótel á Íslandi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira