Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2023 13:26 Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur sem er búsett á Íslandi, segir að pólska samfélagið hafi verið virkjað til þátttöku í pólsku þingkosningunum í gær. Henni er létt yfir því að nú sé íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti í þrengri stöðu en áður en flokkurinn hefur vegið að mannréttindum síðan hann tók við stjórnartaumunum árið 2015. Það sem situr hvað mest í Suszko er þegar ríkisstjórnin herti lög um meðgöngurof en það hafi orðið til þess að stefna lífi vinkvenna hennar í hættu. Vísir/Getty/aðsend Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“ Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49
Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03