Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 07:21 Trump steig fram í gær og sagði Scalise óhæfan sökum þess að hann hefði verið greindur með blóðkrabbamein. Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira