Arna Sif valin best: Það er mjög þægileg orka að ganga inn í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 12:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir er besti leikmaður Bestu deildar kvenna 2023 að mati Bestu markanna. S2 Sport Bestu mörkin á Stöð 2 Sport völdu Örnu Sif Ásgrímsdóttur besta leikmann Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar en þetta er annað árið í röð sem Arna Sif fær þessi verðlaun frá þættinum. Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira