„Ég er ósáttur með það hvernig við mætum hérna og hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs,“ byrjaði Maté að segja.
„Þeir voru duglegri og harðari heldur en við frá byrjun og gegndum gangandi allan leikinn. Við vorum mjög einhæfir í sókn, ef fyrsta leikfléttan gekk ekki upp þá stöðnuðum við í sókn og ég tek það á mig,“ hélt Maté áfram að segja.
Maté vill meina að liðið hans sé ekki komið nægilega langt.
„Við erum einfaldlega ekki komnir nægilega langt og kannski ekki eins langt og við héldum. Eins og ég segi, þegar fyrsta leikfléttan gengur ekki upp þá stöðnum við, finnum engin svör og bara ömurlegir í sókn. Svo erum við í raun að láta jarða okkur í einvígum. Milka jarðar stóru mennina mína bara til þess að taka dæmi en í rauninni vorum við að tapa þessum baráttum út um allan völl, endaði Maté Dalmay á að segja í viðtali eftir leik.