Brady hleður Brock lofi Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 16:00 Purdy hefur verið frábær í vetur og var það einnig í fyrra. Getty Brock Purdy, leikstjórnandi San Francisco 49ers í NFL-deildinni, er á bleiku skýi þessa dagana. Lið hans hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á leiktíðinni og er honum líkt við goðsögnina Tom Brady. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Purdy. Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar. NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Purdy hefur komið sem stormsveipur inn í deildina en hann fékk óvænt tækifæri sem leikstjórnandi 49ers seint á síðustu leiktíð og hefur ekki litið um öxl. Trey Lance og Garoppolo, leikstjórnendur hjá 49ers í fyrra, voru báðir meiddir sem leiddi til þess að Purdy fékk stóra tækifærið. Hans fyrsti leikur var einmitt gegn Tampa Bay Buccaneers sem var leitt af Brady. Hann varð í þeim leik fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til að leggja Brady að velli í frumraun sinni í deildinni. Þeir félagar eiga sameiginlegt að hafa verið valdir afar seint í nýliðavalinu en sýnt styrk sinn þegar í deildina var komið. Brady var spurður um Purdy í Let's Go-hlaðvarpinu á dögunum og jós lofi yfir unga leikstjórnandann. „49ers eru að standa stig frábærlega, ég spilaði við hann í fyrra, og þeir eru með mjög gott lið,“ segir Brady. „Þú heyrir ekki um gæja eins og Brock Purdy fyrr en þeir eru farnir að gera ótrúlega hluti úti á velli. Svo þetta er skemmtileg saga. Ég vona að þetta haldi svona áfram fyrir hann vegna þess að hann virðist vera auðmjúkur ungur maður sem vill ná langt. Hann hefur gaman af því að mæta á völlinn og sýna hvað í honum býr,“. Fróðlegt verður að sjá hvort Brock fari svipaða leið og Brady. Purdy var valinn síðastur í nýliðavalinu árið 2022 en hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann fékk tækifæri. Brady þekkir það en hann var valinn 199. í nýliðavalinu árið 1999 og sýndi og sannaði að hann átti heima töluvert ofar.
NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira