Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ófærðin til umfjöllunar auk ástandsins í Ísrael og Palestínu en einnig fylgjumst við um umræðum á Alþingi um stöðu Bjarna Benediktssonar fráfarandi fjármálaráðherra.

Hringveginum var lokað í morgun á tveimur stöðum en nú undir hádegi var opnað á Hellisheiðinni á ný.

Á þingi var staða Bjarna Benediktssonar til umfjöllunar þar sem þingmenn komu í pontu undir liðnum störf þingsins. 

Og Ísraelar hafa haldið loftárásum sínum á Gasa-ströndina áfram í nótt og það sem af er degi. Ekki hefur enn verið ráðist í landhernað en innrás er þó talin yfirvofandi. 

Í Íþróttapakka dagsins er landsleikurinn gegn Lúxemborg aðal málið. Við heyrum meðal annars í Alfreð Finnbogasyni landsliðsmanni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×