Segir algjörlega ábyrgðarlaust að tala gegn aukinni orkuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2023 21:00 Hörður Arnarson forstjóri á haustfundi Landsvirkjunar í dag. Einar Árnason Forstjóri Landsvirkjunar sakar þá sem tala gegn aukinni orkuvinnslu um algjört ábyrgðarleysi. Staðan í orkumálum sé grafalvarleg og landsmenn þurfi að gera sér grein fyrir því hvað orkuskortur þýði. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá haustfundi Landsvirkjunar. Fundarmenn fylltu salinn á Hilton Nordica-hótelinu í Reykjavík til að hlýða á forystumenn fyrirtækisins. Mörgum var eflaust brugðið að sjá myndina sem samfélags- og umhverfisstjórinn Jóna Bjarnadóttir dró upp af flóknu leyfisveitingarferli virkjana, með aðkomu aragrúa stofnana og umsagnaraðila, ferli sem tæki tólf ár, ef allt gengi vel, eða jafnvel þrjátíu ár, eins og stefnir í með Hvammsvirkjun, í stöðu sem hún lýsti sem grafalvarlegri. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sýndi langan lista yfir alla þá aðila sem koma að leyfisveitingaferli virkjana.Landsvirkjun Forstjórinn Hörður Arnarson greip boltann í pallborðsumræðu. Samfélagið þyrfti að sameinast í því að greiða götu þessara verkefna. „Það hefur verið mjög skaðlegt undanfarin ár að það hafa verið háværar raddir sem hafa verið að rökræða það að það þurfi ekki orku. Aðilar sem ættu að vera ábyrgir hafa haldið því fram að við gætum verið að gera allt sem við vildum án þess að auka orkuvinnsluna. Þetta er alrangt. Þetta er algjörlega ábyrgðarlaust. Margir stjórnmálamenn stukku á þennan vagn,“ sagði forstjórinn. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, stýrði pallborðsumræðum Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Harðar Arnarsonar forstjóra.Landsvirkjun „Og ennþá finnst okkur stundum í leyfisveitingaferlinu að það séu opinberir starfsmenn sem eru þessarar skoðunar,“ sagði Hörður. Það væri grafalvarlegt ef samfélagið sameinaðist ekki um að taka á þessu. „Oft mætti maður halda á umræðunni að það sé verið að virkja persónulega fyrir starfsmenn Landsvirkjunar. Þetta sé eitthvað persónulegt, við séum með eitthvað virkjanablæti. Okkur líði bara illa ef við séum ekki að virkja,“ sagði forstjórinn. „Það er bara fullt af aðilum sem hafa haldið því blákalt fram, á fundum eins og þessum, að við þurfum ekkert að virkja. Það væri hægt að gera þetta allt. Skipta um ljósaperur! Þá virkar þetta allt!“ Landsmenn þyrftu að átta sig hvað orkuskortur þýddi. „Hvað gerist ef það er orkuskortur? Við höfum aldrei fundið þetta. En við erum að horfa á þetta núna. Og við höfum miklar áhyggjur,“ sagði forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Jarðhiti Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 „Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. 11. ágúst 2023 15:08 Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti. 27. janúar 2022 22:37 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá haustfundi Landsvirkjunar. Fundarmenn fylltu salinn á Hilton Nordica-hótelinu í Reykjavík til að hlýða á forystumenn fyrirtækisins. Mörgum var eflaust brugðið að sjá myndina sem samfélags- og umhverfisstjórinn Jóna Bjarnadóttir dró upp af flóknu leyfisveitingarferli virkjana, með aðkomu aragrúa stofnana og umsagnaraðila, ferli sem tæki tólf ár, ef allt gengi vel, eða jafnvel þrjátíu ár, eins og stefnir í með Hvammsvirkjun, í stöðu sem hún lýsti sem grafalvarlegri. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sýndi langan lista yfir alla þá aðila sem koma að leyfisveitingaferli virkjana.Landsvirkjun Forstjórinn Hörður Arnarson greip boltann í pallborðsumræðu. Samfélagið þyrfti að sameinast í því að greiða götu þessara verkefna. „Það hefur verið mjög skaðlegt undanfarin ár að það hafa verið háværar raddir sem hafa verið að rökræða það að það þurfi ekki orku. Aðilar sem ættu að vera ábyrgir hafa haldið því fram að við gætum verið að gera allt sem við vildum án þess að auka orkuvinnsluna. Þetta er alrangt. Þetta er algjörlega ábyrgðarlaust. Margir stjórnmálamenn stukku á þennan vagn,“ sagði forstjórinn. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, stýrði pallborðsumræðum Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Harðar Arnarsonar forstjóra.Landsvirkjun „Og ennþá finnst okkur stundum í leyfisveitingaferlinu að það séu opinberir starfsmenn sem eru þessarar skoðunar,“ sagði Hörður. Það væri grafalvarlegt ef samfélagið sameinaðist ekki um að taka á þessu. „Oft mætti maður halda á umræðunni að það sé verið að virkja persónulega fyrir starfsmenn Landsvirkjunar. Þetta sé eitthvað persónulegt, við séum með eitthvað virkjanablæti. Okkur líði bara illa ef við séum ekki að virkja,“ sagði forstjórinn. „Það er bara fullt af aðilum sem hafa haldið því blákalt fram, á fundum eins og þessum, að við þurfum ekkert að virkja. Það væri hægt að gera þetta allt. Skipta um ljósaperur! Þá virkar þetta allt!“ Landsmenn þyrftu að átta sig hvað orkuskortur þýddi. „Hvað gerist ef það er orkuskortur? Við höfum aldrei fundið þetta. En við erum að horfa á þetta núna. Og við höfum miklar áhyggjur,“ sagði forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun Orkuskipti Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Vindorka Jarðhiti Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21 „Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. 11. ágúst 2023 15:08 Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11 Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti. 27. janúar 2022 22:37 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun. 11. október 2023 12:21
„Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. 11. ágúst 2023 15:08
Segir taka mánuði að skoða nýtt virkjunarleyfi í Þjórsá Orkustofnun og Umhverfisstofnun vinna núna að því að bæta úr þeim ágöllum sem urðu til þess að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá var fellt úr gildi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir skipta miklu máli að vanda til verka. 3. júlí 2023 22:11
Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti. 27. janúar 2022 22:37
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28