„Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. október 2023 07:30 Það hefði verið gaman að sjá Gylfa Þór í Bestu-deildinni. vísir/vilhelm Eftir að hafa verið lengi án félags ákvað Gylfi Þór Sigurðsson að semja við danska félagið Lyngby. Vonir stóðu þó til að hann myndi spila í Bestu-deildinni. „Það kom hitt og þetta upp en ekkert sem ég var tilbúinn að stökkva á strax. Mig langaði að taka tíma og sjá til hvort það væri eitthvað sem ég væri sannfærður um að væri rétt. Nú eða hvort það væri ekkert sem ég hefði nógu mikinn áhuga á,“ segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson. Lyngby er stýrt af vini Gylfa, Frey Alexanderssyni, en þeir unnu lengi saman með landsliðinu er Freyr var hluti af þjálfarateymi þess. „Síðan var ég búinn að spjalla lengi við Frey og Lyngby og það kom tímapunktur þar sem ég varð að taka ákvörðun. Ég stökk á það.“ Viðræður voru komnar langt við Val Gylfi æfði með Val í sumar og Guðmundur sagðist hafa heyrt því hvíslað að Gylfi hefði samþykkt að spila fyrir félagið ef hann myndi spila á Íslandi. „Það voru mörg lið hér heima sem höfðu samband. Mig langaði bara að koma mér í betra form áður en ég tæki ákvörðun. Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi.“ „Jú jú, viðræður voru komnar langt við Val en það varð ekkert úr því. Viðræðurnar voru á þeim forsendum að ef það kæmi eitthvað spennandi að utan þá hefði ég möguleikann á að fara. Það var það sem ég var að bíða eftir,“ segir Gylfi og bætir við. „Ef ég hefði farið til Vals eða annars liðs á Íslandi þá hefði það alltaf verið með það að leiðarljósi að komast aftur út.“ Klippa: Gylfi íhugaði að semja við Valsmenn Valur Íslenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Það kom hitt og þetta upp en ekkert sem ég var tilbúinn að stökkva á strax. Mig langaði að taka tíma og sjá til hvort það væri eitthvað sem ég væri sannfærður um að væri rétt. Nú eða hvort það væri ekkert sem ég hefði nógu mikinn áhuga á,“ segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson. Lyngby er stýrt af vini Gylfa, Frey Alexanderssyni, en þeir unnu lengi saman með landsliðinu er Freyr var hluti af þjálfarateymi þess. „Síðan var ég búinn að spjalla lengi við Frey og Lyngby og það kom tímapunktur þar sem ég varð að taka ákvörðun. Ég stökk á það.“ Viðræður voru komnar langt við Val Gylfi æfði með Val í sumar og Guðmundur sagðist hafa heyrt því hvíslað að Gylfi hefði samþykkt að spila fyrir félagið ef hann myndi spila á Íslandi. „Það voru mörg lið hér heima sem höfðu samband. Mig langaði bara að koma mér í betra form áður en ég tæki ákvörðun. Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi.“ „Jú jú, viðræður voru komnar langt við Val en það varð ekkert úr því. Viðræðurnar voru á þeim forsendum að ef það kæmi eitthvað spennandi að utan þá hefði ég möguleikann á að fara. Það var það sem ég var að bíða eftir,“ segir Gylfi og bætir við. „Ef ég hefði farið til Vals eða annars liðs á Íslandi þá hefði það alltaf verið með það að leiðarljósi að komast aftur út.“ Klippa: Gylfi íhugaði að semja við Valsmenn
Valur Íslenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47 Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47