Körfubolti

Keflvíkingar enn með fullt hús stiga eftir öruggan sigur | Stjarnan og Haukar unnu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daniela Wallen fór fyrir sínu liði í kvöld.
Daniela Wallen fór fyrir sínu liði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Keflavík er enn með fullt hús stiga í Subway-deild kvenna í körfubolta eftir að liðið vann öruggan 26 stiga sigur gegn Fjölni á heimavelli í kvöld, 103-77.

Keflvíkingar höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu, en áttu í nokkrum vandræðum með að hrista gestina af sér. Heimakonur leiddu með sjö stigum að loknum fyrsta leikhluta, en munurinn í hálfleik var níu stig, staðan 54-45.

Keflvíkingar náðu þó betri tökum á leiknum í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan 26 stiga sigur, 103-77.

Daniela Wallen var stigahæst í liði Keflavíkur með 21 stig, en Raquel Laneiro stal senunni í liði Fjölnis og skoraði 33 stig, ásamt því að gefa tíu stoðsendingar.

Þá unnu Stjarnan og Haukar einnig sína leiki á sama tíma. Haukar unnu öruggan 35 stiga sigur gegn Breiðabliki, 98-63, og Stjarnan hafði betur gegn Snæfelli í nýliðaslag, 74-68.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×