Leikmenn sem svöruðu fyrir sig í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2023 10:01 Leikmenn sem létu til sín taka í sumar eftir erfitt síðasta tímabil. vísir Keppni í Bestu deild karla lauk um helgina. Vísir hefur tekið saman fimm leikmenn sem svöruðu á einhvern hátt fyrir sig í sumar, eftir erfitt síðasta tímabil af ýmsum orsökum. Árni Snær Ólafsson og félagar hans enduðu tímabilið sem heitasta lið landsins.vísir/diego Árni Snær Ólafsson Síðustu ár höfðu verið erfið fyrir Árna Snæ í markinu hjá ÍA. Hann missti sætið sitt í byrjunarliðinu þegar Skagamenn björguðu sér á ævintýralegan hátt og komust í bikarúrslit 2021 og í fyrra féll liðið. Árni Snær fór í kjölfarið til Stjörnunnar þar sem hann fyllti skarð Haraldar Björnssonar sem var meiddur allt tímabilið. Árni Snær átti líklega sitt besta sumar á ferlinum í ár. Hann hélt tíu sinnum hreinu og ekkert liðið fékk á sig færri mörk í deildinni en Stjarnan (29). Í 21 leik undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar fengu Stjörnumenn aðeins fimmtán mörk á sig. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum í KR erfiður í sumar.vísir/diego Kjartan Henry Finnbogason Kjartan Henry var mikið fréttum á síðasta tímabili en fæstar þeirra sneru að því sem hann gerði inni á vellinum. Enda var hann lítið þar seinni hluta tímabilsins og endaði á því að yfirgefa KR á nokkuð dramatískan hátt. Kjartan Henry gekk í raðir FH í vetur og endaði á því að vera einn af sigurvegurum fótboltasumarsins 2023. Hann skoraði ellefu mörk í Bestu deildinni en aðeins fjórir leikmenn skoruðu meira. Fjögur markanna komu gegn KR, þar af tvö í lokaleik tímabilsins, sem honum hefur væntanlega ekkert leiðst. Davíð Örn Atlason með Mjólkurbikarinn sem Víkingar eru með áskrift að.vísir/hulda margrét Davíð Örn Atlason Lukkan hefur ekki beint verið í liði með Davíð undanfarin ár. Hann fór til Breiðabliks frá Víkingi 2021 en Víkingar urðu þá tvöfaldir meistarar. Hann gekk í raðir Víkings í fyrra en þá urðu Blikar Íslandsmeistarar. Til að bæta gráu ofan á svart voru tækifæri Davíðs af skornum skammti á síðasta tímabili. Í sumar snerist dæmið við. Davíð var byrjunarliðsmaður hjá Víkingum sem urðu Íslands- og bikarmeistarar og stimpluðu sig inn sem eitt besta lið Íslandssögunnar. Davíð lék 22 af 27 deildarleikjum Víkings og alla fimm bikarleikina og átti stórgott tímabil. Atli Hrafn Andrason og félagar í HK byrjuðu tímabilið af krafti og unnu fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þeir unnu hins vegar aðeins tvo af síðustu tuttugu leikjum sínum.vísir/hulda margrét Atli Hrafn Andrason HK ákvað að veðja á Atla Hrafn þrátt fyrir að hann hafi látið lítið að sér kveða síðustu ár. Tímabilin 2021 og 2022 lék hann til að mynda samtals 39 deildarleiki með ÍBV en skoraði aðeins eitt mark. Atli Hrafn átti hins vegar mjög fínt tímabil með HK í sumar og var besti leikmaður liðsins ásamt Örvari Eggertssyni og Arnþóri Ara Atlasyni. Atli Hrafn var notaður sem kantmaður og fremsti miðjumaður en bestu leikina spilaði hann í stöðu framherja, eins konar platníu (e. false nine). Atli Hrafn lék 26 af 27 deildarleikjum HK og skoraði fjögur mörk. Elfar Freyr Helgason minnti fótboltaáhugamenn á það í sumar hversu góður varnarmaður hann er.vísir/diego Elfar Freyr Helgason Elfar missti af öllu tímabilinu 2021 vegna meiðsla og spilaði aðeins 156 mínútur í Bestu deildinni í fyrra. Þrátt fyrir það sótti Arnar Grétarsson Elfar til Vals í vetur enda þekkjast þeir vel frá tíma Arnars í Breiðabliki. Elfar fór strax í stórt hlutverk hjá Val. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig í Lengjubikarnum og þótt Valsvörnin hafi ekki verið jafn sterk þegar út í alvöruna var komið var hún mun betri með Elfar en án hans. Í þeim nítján deildarleikjum sem Elfar byrjaði inn á í sumar fékk Valur á sig tuttugu mörk. Í hinum átta leikjunum fékk liðið á sig fimmtán mörk. Besta deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Árni Snær Ólafsson og félagar hans enduðu tímabilið sem heitasta lið landsins.vísir/diego Árni Snær Ólafsson Síðustu ár höfðu verið erfið fyrir Árna Snæ í markinu hjá ÍA. Hann missti sætið sitt í byrjunarliðinu þegar Skagamenn björguðu sér á ævintýralegan hátt og komust í bikarúrslit 2021 og í fyrra féll liðið. Árni Snær fór í kjölfarið til Stjörnunnar þar sem hann fyllti skarð Haraldar Björnssonar sem var meiddur allt tímabilið. Árni Snær átti líklega sitt besta sumar á ferlinum í ár. Hann hélt tíu sinnum hreinu og ekkert liðið fékk á sig færri mörk í deildinni en Stjarnan (29). Í 21 leik undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar fengu Stjörnumenn aðeins fimmtán mörk á sig. Kjartan Henry Finnbogason reyndist sínum gömlu félögum í KR erfiður í sumar.vísir/diego Kjartan Henry Finnbogason Kjartan Henry var mikið fréttum á síðasta tímabili en fæstar þeirra sneru að því sem hann gerði inni á vellinum. Enda var hann lítið þar seinni hluta tímabilsins og endaði á því að yfirgefa KR á nokkuð dramatískan hátt. Kjartan Henry gekk í raðir FH í vetur og endaði á því að vera einn af sigurvegurum fótboltasumarsins 2023. Hann skoraði ellefu mörk í Bestu deildinni en aðeins fjórir leikmenn skoruðu meira. Fjögur markanna komu gegn KR, þar af tvö í lokaleik tímabilsins, sem honum hefur væntanlega ekkert leiðst. Davíð Örn Atlason með Mjólkurbikarinn sem Víkingar eru með áskrift að.vísir/hulda margrét Davíð Örn Atlason Lukkan hefur ekki beint verið í liði með Davíð undanfarin ár. Hann fór til Breiðabliks frá Víkingi 2021 en Víkingar urðu þá tvöfaldir meistarar. Hann gekk í raðir Víkings í fyrra en þá urðu Blikar Íslandsmeistarar. Til að bæta gráu ofan á svart voru tækifæri Davíðs af skornum skammti á síðasta tímabili. Í sumar snerist dæmið við. Davíð var byrjunarliðsmaður hjá Víkingum sem urðu Íslands- og bikarmeistarar og stimpluðu sig inn sem eitt besta lið Íslandssögunnar. Davíð lék 22 af 27 deildarleikjum Víkings og alla fimm bikarleikina og átti stórgott tímabil. Atli Hrafn Andrason og félagar í HK byrjuðu tímabilið af krafti og unnu fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu deildinni. Þeir unnu hins vegar aðeins tvo af síðustu tuttugu leikjum sínum.vísir/hulda margrét Atli Hrafn Andrason HK ákvað að veðja á Atla Hrafn þrátt fyrir að hann hafi látið lítið að sér kveða síðustu ár. Tímabilin 2021 og 2022 lék hann til að mynda samtals 39 deildarleiki með ÍBV en skoraði aðeins eitt mark. Atli Hrafn átti hins vegar mjög fínt tímabil með HK í sumar og var besti leikmaður liðsins ásamt Örvari Eggertssyni og Arnþóri Ara Atlasyni. Atli Hrafn var notaður sem kantmaður og fremsti miðjumaður en bestu leikina spilaði hann í stöðu framherja, eins konar platníu (e. false nine). Atli Hrafn lék 26 af 27 deildarleikjum HK og skoraði fjögur mörk. Elfar Freyr Helgason minnti fótboltaáhugamenn á það í sumar hversu góður varnarmaður hann er.vísir/diego Elfar Freyr Helgason Elfar missti af öllu tímabilinu 2021 vegna meiðsla og spilaði aðeins 156 mínútur í Bestu deildinni í fyrra. Þrátt fyrir það sótti Arnar Grétarsson Elfar til Vals í vetur enda þekkjast þeir vel frá tíma Arnars í Breiðabliki. Elfar fór strax í stórt hlutverk hjá Val. Liðið fékk aðeins eitt mark á sig í Lengjubikarnum og þótt Valsvörnin hafi ekki verið jafn sterk þegar út í alvöruna var komið var hún mun betri með Elfar en án hans. Í þeim nítján deildarleikjum sem Elfar byrjaði inn á í sumar fékk Valur á sig tuttugu mörk. Í hinum átta leikjunum fékk liðið á sig fimmtán mörk.
Besta deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira