Körfubolti

Orri þurfti að sætta sig við tap

Hjörvar Ólafsson skrifar
Orri Gunnarsson átti fínan leik.
Orri Gunnarsson átti fínan leik. Vísir/Diego

Orri Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta, skoraði sjö stig fyrir lið sitt Swans Gmunden þegar liðið laut í lægra haldi fyrir BK IMMOunited Dukes í austurrísku efstu deildinni í kvöld. 

Lokatölur í leiknum urðu 56-49 BK IMMOunited Dukes í vil. Auk stiganna sjö sem Orri skoraði hirti hann átta fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal einum bolta þær tæpu 23 mínútur sem hann spilaði í leiknum. 

Orri, sem er 19 ára gam­all, gekk til liðs við Sw­ans frá Hauk­um síðastliðið sumar. Þetta var annar deildarleikur Swans Gmunden á nýhafinni leiktíð en liðið hafði betur í fyrstu umferð deildarinnar og hefur þar af leiðandi tvö stig eftir tvo leiki. 

Í sigurleiknum gegn BC Vienna í fyrstu umferðinni setti Orri niður 11 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×