„Værum í Evrópusæti hefðum við spilað svona í allt sumar“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. október 2023 16:29 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Anton Brink Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var í skýjunum með að hafa náð að halda liðinu í Bestu-deildinni. „Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
„Við vorum frábærir í dag og við töluðum um það fyrir leik að við yrðum að fá góða frammistöðu. Það var hrikalegur kraftur í okkur og ef við hefðum spilað svona í allt sumar og fengið þennan stuðning þá værum við í Evrópusæti,“ sagði Rúnar Páll afar ánægður með sigurinn og stuðninginn sem liðið fékk. Fylkir spilaði frábærlega í fyrri hálfleik sem skilaði þremur mörkum og síðari hálfleikurinn var aðeins formsatriði. „Við löbbuðum yfir þá og vorum ótrúlega flottir. Við fórum hátt upp á völlinn og leyfðum þeim ekki að spila þessum löngu boltum. Við vorum duglegir og nýttum færin okkar mjög vel.“ „Að spila hvern einasta leik með 8-9 heimamönnum í byrjunarliðinu og líka með 2-4 á bekknum hverju sinni. Við vorum ekki með neina útlendinga og stóðum okkur ótrúlega vel í þessari deild. Við höfum fengið fína frammistöðu í mörgum leikjum og einnig slæma frammistöðu og tapað. „Það er geggjuð tilfinning fyrir mig sem þjálfara og strákana sem lögðu hart að sér. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ Rúnar var afar ánægður með hafa náð að halda liðinu uppi þar sem liðið var ekki styrkt með fleiri leikmönnum. „Við vorum gagnrýndir og það var talað um það að við myndum ekki fá meira en tíu stig í deildinni og það var umræðan í byrjun móts. Núna hafa menn fengið smjörþefinn og við fórum upp úr fyrstu deildinni og nánast með sama mannskap náðum við að halda okkur uppi.“ „Reynslan sem strákarnir sem voru að taka sín fyrstu skref var ótrúlega dýrmæt og það eru nánast allir á samningi á næsta ári og við getum byggt ofan á það sem við höfum gert og bætt í.“ Rúnar staðfesti að hann myndi þjálfa liðið á næsta tímabili og hlakkaði mikið til.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti