Braut gegn barnungri stjúpdóttur sinni: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2023 15:04 Héraðsdómur Reykjavíkur mat framburð stúlkunnar trúverðugan og lagði hann til grundvallar, en maðurinn neitaði sök. Vísir/Vilhelm Karlmaður hlaut í gær tólf mánaða fangelsisdóm, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn barnungri stjúpdóttur sinni. Honum var einnig gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur, en brotin áttu sér stað árið 2019, þegar hún var ellefu og tólf ára gömul. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kysst stúlkuna og káfað á brjóstum og kynfærum hennar, og rassskellt hana. Þá hafi hann beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi. Málið kom á yfirborðið upp þegar stúlkan sagði starfsmanni skóla síns frá áreitni mannsins. Starfsmaður skólans greindi Barnavernd síðan frá málinu. „Fannst þér þetta óþægilegt?“ Í samtali við starfsmann Barnaverndar gerði stúlkan grein fyrir máli sínu. Hún sagði til að mynda frá því að stjúpfaðir sinn hefði kysst hana á óviðeigandi hátt og síðan spurt sig: „Fannst þér þetta óþægilegt?“ og hún svarað játandi. Þá hafi hann sagt: „Ég hélt þú vildir þetta af því að þú klæddir þig þannig.“ Maðurinn neitaði sök. Hann hafi átt í góðum samskiptum við stjúpdóttur sína þangað til í lok árs 2018 þegar þeim hafi farið versnandi. Í lögregluskýrslu sagðist hann hafa verið strangur og sagt henni hvernig hún ætti að hegða sér, en honum hafi fundist hún „hegða sér svolítið eins og villingur og ýtt öllum frá sér.“ Hann sagði að henni hafi oft verið illt í bakinu og hann nuddað hana. Í eitt skipti hafi hún spurt hann hvers vegna hann væri að leggja hana í einelti. Þá sagðist hann ekki hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi, en hann hefði þó rassskellt hana einu sinni þegar hann sá „ljót kynferðisleg skilaboð“ í síma hennar. Hann sagði það hafa verið í refsingarskyni. Maðurinn sagðist sjá eftir því. Heimilisaðstæðum fólksins er lýst í dómnum, en fram kemur að þau hafi flutt hingað til lands nokkrum árum fyrr. Þá kemur fram að stjúpfaðirinn og móðir stúlkunnar séu nú skilin. Vissi ekki hverju hún ætti að trúa Skýrslur voru teknar af móðurinni. Hún sagði dóttur sína hafa sagt sér frá hegðun stjúpföðurins nokkrum mánuðum fyrr og það verið henni mikið áfall og hún ekki vitað hverju hún ætti að trúa. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við slíka hegðun. Héraðsdómur lagði til grundvallar framburð stúlkunnar, sem þótti trúverðugur og þá þótti framburður móður hennar og starfsmanna skóla hennar styðja við hann. Því taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði kysst og káfað á stúlkunni. Þá þótti maðurinn játa að hafa rassskellt stúlkuna og þar með leit dómurinn svo á að hann hafi með rassskellingu sinni refsað henni. Hann var því einnig sakfelldur fyrir að beita hana líkamlegri refsingu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira