Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. október 2023 09:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir stöðuna ekki vænlega. Vísir/Einar KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira