Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2023 21:01 Starfsmenn hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku á starfsmannastæði við Landspítala Hringbraut og segja ótækt að stjórnendur beri fyrir sig umhverfisstefnu á sama tíma og ekki standi til að leggja gjaldskyldu við skrifstofuhúsnæði spítalans í Skaftahlíð. Þar starfar forstjórinn, samskiptadeild, framkvæmdastjórar og aðrir skrifstofustarfsmenn. heiðar/grafík Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld. Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið. Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Í fyrradag fengu stjórnendur Landspítala póst þar sem greint var frá því að þann 1. nóvember verði gjaldskylda lögð á bílastæði starfsfólks við Hringbraut og hjá Landakoti. Í póstinum segir að um sé að ræða breytingu í takt við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur það að markmiði að draga úr bílaumferð og hvetja til grænni samgöngumáta. Þá segir jafnframt að þetta sé gert til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin við spítalann, en þau eru yfirleitt þétt setin. Líkja breytingunni við launaskerðingu Gjaldið sem starfsmenn þurfa að greiða er ekki ýkja hátt, þúsund krónur á mánuði í umsýslugjald með boðgreiðslum - eins og það er orðað í tilkynningunni. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ósáttir við áformin. Málið snúist ekki um fjárhæðir, heldur sé um prinsippmál að ræða. Þá hafa rúmlega 400 starfsmenn skrifað undir undirskriftalista þar sem gjaldinu er mótmælt. Ein segir ósanngjarnt að starfsmenn spítalans þurfi að greiða fyrir stæði á meðan aðrir ríkisstarfsmenn á borð við þingmenn leggi bílnum frítt. Starfsmenn segja áformin ósanngjörn.heiðar/grafík Aðrir segir það skjóta skökku við að ekki sé hlúið betur að aðgengismálum þeirra sem þurfi að sinna neyðarþjónustu í öllum veðrum. Og þá segja nokkrir að strætó gangi ekki á þeim tímum sem þeir þurfi í vinnu og ekki á allra færi að ganga eða hjóla þangað. Ein segir að um launaskerðingu sé að ræða.heiðar/grafík Furða sig á því að gjaldtakan nái ekki til allra Þá vekur það einnig athygli að þrátt fyrir göfug umhverfismarkmið sé ekki fyrirhugað að hefja gjaldskyldu við Skaftahlíð þar sem stjórnendur og skrifstofufólk spítalans starfar. Þá segja starfsmenn ekki standa til að hefja gjaldskyldu við spítalann í Fossvogi. Skömmu eftir að fréttastofa leitaði viðbragða hjá Landspítalanum sendi samskiptastjórinn út tilkynningu til starfsmanna um að ákvörðun um gjaldskyldu yrði frestað og að fara verði betur yfir málið á starfsmannafundi. Óvíst er því hvað verður en spítalinn vildi ekki tjá sig frekar um málið.
Landspítalinn Umhverfismál Umferð Samgöngur Bílastæði Tengdar fréttir Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. 6. október 2023 14:09