„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2023 20:01 Óskar Logi Ágústsson, stofnaði Vintage Caravan árið 2006 þegar hann var tólf ára gamall. Sveitin er enn starfandi og er fræg víða um heim. Vísir/Vilhelm Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar aðdáendur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tónleikaferðalagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst. Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira