Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 06:43 Joe Biden Bandaríkjaforseti barðist harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í kosningabaráttunni 2020. AP Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira