„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. október 2023 21:59 Jóhann Þór var daufur í dálkinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni. „Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Það var svo sem alveg vitað mál að þetta yrði erfitt. Ég gæti alveg staðið hérna og talað um afsakanir og allt það en það er alls ekki málið. Við bara vorum sjálfum okkur verstir. Við byrjuðum illa og áttum erfitt með að halda í skipulag, sérstaklega varnarlega. Svo er Hattarliðið líka bara mjög gott.“ „Fyrri hálfleikurinn einkenndist af því sóknarlega að við vorum alltaf að keppast við að ná þessu „hetjuskoti“ og ætluðum alltaf að skora 2-3 körfur í einu í staðinn fyrir að treysta félaganum og kerfinu. Það gekk alls ekki og mér fannst þetta versna bara eftir því sem leið á leikinn.“ Grindvíkingar náðu einum frábærum kafla í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu tólf stig úr fjórum þristum í röð og minnkuðum muninn í fimm stig, en þar með var jákvæði partur leiksins búinn. „Við náðum þarna smá kafla í seinni þar sem við gerðum þetta að smá séns en Hattarmenn gerðu þetta mjög vel. Voru skipulagðir sóknarlega og við vorum í ströggli. Grunnþættir leiksins, kannski hægt að segja eðlilega, í vandræðum með þá eins og að frákasta. Því fór sem fór.“ Grindavíkurliðið leit ekki vel út oft í leiknum. Varnarlega hlupu menn út og suður og meðallengd sókna liðsins var sennilega í kringum tíu sekúndur í mesta lagi. Það féll fátt með heimamönnum að þessu sinni. „Algjörlega. Eins og ég sagði áðan, við vorum sjálfum okkur verstir. Erum úr stöðum og alltaf að leita að einhverju „hetjuskoti“ og að reyna að skjóta okkur inn í þetta í staðinn fyrir að taka bara tíma og framkvæma þar sem lagt var upp með.“ Jóhann vildi ekki koma með afsakanir en staðreynd málsins er þó sú að það vantaði tvo erlenda atvinnumenn í liðið í kvöld. Daniel Mortensen er meiddur á hné og DeAndre Kane hefur ekki enn skilað sér til landsins eftir vegabréfavesen í Ungaverjalandi. Jóhann reiknar þó með þeim báðum fljótlega. „Staðan á Daniel er einhvern veginn svona bara frá degi til dags. „Day by day“ eins og sagt er í NBA. Herra Kane hann kemur í fyrramálið. Það birtir til, held ég. Sagan endalausa, henni virðist vera að ljúka en eins og ég sagði bara strax í byrjun. Þegar ég tek í hendina á manninum þegar hann kemur þá er hann kominn en jú, hann á að koma í fyrramálið.“ Jóhann var ekki endilega sannfærður um að Grindavík þyrfti að bæta við fjórða erlenda leikmanninum til að leysa stöðu miðherja. „Svona já og nei. Jú jú, Knezevic er hérna og við vorum í vandræðum með hann. Ég veit það ekki, nefndu mér einhverja risa ógn inni í teig í Subway-deild karla. Jú kannski til að frákasta en það er bara vilji. Að sækja blöðruna þegar hún er laus.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira