Patrick kom fyrst að láni til Vals frá danska félaginu Vendsyssel FF árið 2013 Vals. Þar gerði hann góða hluti og voru félagsskipti hans fljótlega á þeim tíma gerð endanleg.
Pedersen var seinna keyptur frá val til Viking í Noregi en hann átti þó eftir að snúa aftur á Hlíðarenda. Valur fékk hann tilbaka og lék hann með félaginu allt þar til hann var seldur til Sheriff í Moldavíu.
Daninn stoppaði hins vegar stutt þar og kom hann enn einu sinni á Hlíðarenda árið 2019 og hefur verið þar síðan þá.
Pedersen er mikill markahrókur og er í sjötta sæti yfir markahæstu leikmenn allra tíma í efstu deild.
Hann á 224 leiki að baki með Val og hefur í þeim leikjum skorað 139 mörk. Þar af eru níu mörk sem hann hefur skorað í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabili.