Gripu til varna eftir gagnrýni á umfjöllun sína um Taylor Swift og Kelce Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 08:31 Samband Travis Kelce og Taylor Swift hefur vakið töluverða athygli Vísir/Getty NFL deildin í Bandaríkjunum hefur gripið til varna sökum gagnrýni þess efnis að deildin sé að gera of mikið úr sambandi Travis Kelce, leikmanns Kansas City Chiefs, við poppstjörnuna Taylor Swift. Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“ NFL Bandaríkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“
NFL Bandaríkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira