Gekkst við „bossapartýi“ á leikskóla Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2023 16:22 Brotin áttu sér stað við leikskóla sumarið 2022. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot og kynferðislega áreitni gegn barni Ákvörðun um refsingu mannsins hefur verið frestað, og mun falla niður að fimm árum liðnum, en honum var gert að greiða þremur börnum miskabætur. Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur. Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu áttu brotin sér stað við leikskóla í Kópavogi. Þau áttu sér stað sumarið 2022. Maðurinn var ákærður fyrir að fá þrjú börn til að gyrða niður um sig og sýna á sér rassinn og gyrða niður um sjálfan sig og sýna börnunum rassinn á sér. Þetta hafi verið nefnt „bossapartý“. Í ákæru segir að maðurinn hafi með þessu sært blygðunarsemi barnanna og sýnt þeim ósiðlegt athæfi. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn sama barninu tvisvar. Í fyrra skiptið með því að nudda rassinn á barninu utanklæða og í seinna skiptið með því að fara innundir nærbuxur barnsins og káfa á kynfærum þess. Maðurinn játaði sök afdráttarlaust. Fram kom að hann hefur leitað sér aðstoðar í kjölfar brota sinna og þá segir að hann iðrist gjörða sinna. Hann er með hreinan sakaferil að baki. Í dómi segir að öll þau atriði horfi til refsimildunar. Með vísan til ungs aldurs mannsins og öllum atvikum málsins var ákveðið að ákvörðun um refsingu yrði frestað. Hún mun síðan falla niður að fimm árum liðnum. Foreldrar barnanna þriggja kröfðust miskabóta. Ein þeirra hljóðaði upp á tvær og hálfa milljón króna, en hinar tvær voru báðar upp á eina og hálfa milljón. Maðurinn gekkst við bótaskyldu en mótmælti fjárhæðunum. Í dómnum segir að ekki verði ráðið af gögnum málsins að atvikið hafi valdið börnunum varanlegum miska. Því hefur manninum verið gert að greiða tveimur börnunum 50 þúsund krónur hvoru um sig. Og þriðja barninu 200 þúsund krónur.
Dómsmál Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira