Lesandi Vísis sem var í startholunum við tölvuna þegar miðarnir fóru í sölu segir augljóst að mikið álag hafi verið á kerfi Þjóðleikhússins en Frost verður frumsýnd í leikhúsinu 1. mars 2024.
Frost er söngleikur byggður á Disney-myndinni Frozen eftir Jennifer Lee, í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. Frumuppfærslan var sýnd á Broadway en sýningin í Þjóðleikhúsinu verður ný uppfærsla Gísla Arnar Garðarsonar og unnin í samvinnu við Vesturport og fleiri leikhús á Norðurlöndunum.
Gísli Örn hefur tryggt sér sýningarréttinn á Norðurlöndum.
Tilkynnt var á dögunum að Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir myndu fara með hlutverk Önnu og Elsu í uppfærslunni en enn er leitað að ungum leikkonum til að taka þátt.
„Þetta er bara ævintýri með geggjuðum lögum, húmor og dramatískri sögu. Þetta er því með öll kryddin sem þarf í góðan söngleik,“ sagði Gísli Örn um verkefnið í viðtali við fréttastofu í vor.