Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Árni Sæberg skrifar 3. október 2023 20:37 Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Þjóðverjarnir grófu stærðarinnar holu í slóðann til þess að skorða dekk, sem var svo notað sem akkeri. Vísir Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. „Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan: Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Við fengum þetta strax og þetta er auðvitað mjög viðkvæmt svæði og það er það sem við höfum mestar áhyggjur af og það verða sjálfsagt aldrei veittar næga leiðbeiningar um hvernig á að fara um það,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í Reykjavík síðdegis. Mikla athygli vakti þegar Þjóðverji að nafni Pete Ruppert birti myndskeið af því þegar trukkur hans festist á slóða í Þjórsárverum. Slóðinn og land í kring er illa farinn eftir tilrauni Rupperts og félaga til að losa trukkinn, meðal annars með því að grafa stærðarinnar holu. Hann hefur nú tekið myndskeiðin úr opinberri birtingu. Athæfi Rupperts hefur vakið mikla athygli og reiði. Formaður Vina Þjórsárvers sagði í samtali við Vísi í gær ljóst að hræðilegt slys hafi orðið á slóðanum og að ítrekað hefði verið kallað eftir úrbótum en talað fyrir daufum eyrum. „Þegar friðlandið var stækkað árið 2017, var það langt ferli og við sendum þá athugasemdir um að það þyrfti að loka þessum slóða. Það var ekki brugðist við því og við höfum síðar bent Umhverfisstofnun að það þurfi að merkja. Þegar þú kemur inn í friðlandið í Þjórsárverum, veistu ekki að þú sért kominn inn í friðland,“ sagði Sigþrúður Jónsdóttir, formaður Vina Þjórsárvers í samtali við Vísi. Þá hafði Morgunblaðið eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra í dag að hann liti málið alvarlegum augum og hann hefði þegar kallað eftir upplýsingum um málið. Svæðið hafi alþjóðlegt verndargildi Sigrún segir að Þjórsárver hafi gríðarlegt gildi fyrir líffræðilega fjölbreytni og hafi í raun alþjóðlegt verndargildi. „Þjórsárver er eitt af okkar heilögustu svæðum.“ Þrátt fyrir það telur Ruppert sig hafa verið í fullum rétti til þess að aka slóðann, enda er ekkert sem bannar akstur um hann. „Við getum klárlega lært af þessu. En mér skilst að þarna hafi verið grefin hola, þannig að ég tel að málið sé ekki alveg svo einfalt, þó svo að hann hafi verið á slóða. Þannig að þetta er komið inn á borð til okkar og við fáum botn í það innan tíðar hvernig þetta verður heimfært upp á friðlýsingarskilmála og annað.“ Vel komi til greina að hann hafi brotið lög með því að grafa holuna. Mikilvægt að fræða ferðamenn Sigrún segir að vitundarvakning um utanvegaakstur hafi orðið á síðustu árum og mikilvægt starf sé þegar unni í að fræða ferðamenn um skaðsemi hans. Þó séu ferðamenn svo margir að ómögulegt sé að á til þeirra allra. „Þetta er alveg stöðugt verkefni fyrir okkur varðandi utanvegaakstur og reglurnar eru svolítið mismunandi milli landa. En hérna erum við að vernda landslagið og ásýnd þess, öræfakyrrðina og tilfinningu fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og það er alveg einstakt í heiminum.“ Viðtal við Sigrúnu í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að neðan:
Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vegagerð Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira