Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að lögmenn stofunnar hafi mikla reynslu af lögmannsstörfum við úrlausn flókinna viðfangsefna, bæði innan og utan dómskerfisins. Haukur Örn Birgisson hefur verið með málflutningsréttindi frá 2005 og var nýlega kjörinn í stjórn Íslandsbanka.
Haukur hefur umtalsverða reynslu af málflutningi og fjölbreytta reynslu úr stjórnsýslunni en hann sinnir einnig störfum sem formaður úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur. Þá var hann áður formaður endurupptökunefndar frá 2017-2021 og forseti Golfsambands Íslands frá 2013-2021, þar af forseti Evrópska Golfsambandsins frá 2019-2021.
Ingvar Smári hóf fyrst störf hjá Nordik lögfræðiþjónustu árið 2016, sem sérhæfir sig í fyrirtækjarétti, en færði sig svo árið 2019 á Íslensku lögfræðistofuna og hlaut sama ár málflutningsréttindi. Ingvar hóf störf sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra árið 2022 og snýr nú aftur til lögmannsstarfa. Ingvar gegnir einnig varaformennsku í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. og matsnefnd eignarnámsbóta. Þá var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2017-2019.