Krefst átta ára dóms: Búkmyndavél notuð við óvænta skýrslutöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2023 12:54 Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu. Steinbergur Finnbogason er réttargæslumaður í málinu. Vísir/Vilhelm Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara fór fram á átta ára fangelsisdóm yfir Alexander Mána Björnssyni í Bankastræti Club-málinu í málflutningi sínum í morgun. Búkmyndavél var notuð til að taka upp óvænta skýrslu yfir Alexander fyrir hádegi. Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í útbúna dómsalnum í veislusalnum Gullhömrum í Grafarholti í morgun þegar Ómar Valdimarsson, verjandi Alexanders Mána, tilkynnti dómara að skjólstæðingur hans hefði breytt um afstöðu í málinu. Hann hafði áður játað tvær hnífsstungur, bæði hjá lögreglu og svo fyrir dómi, en nú væri skoðun hans breytt. Hann hefði aðeins stungið einn. Sigríður Hjaltested dómari var ekki ánægð með þessa vendingu í málinu enda skýrslutökum lokið og málflutningur fram undan. Sigríður sagði vendinguna í málinu óvirðingu við réttinn. Veisla um helgina Aðalmeðferð í málinu fór fram í veislusalnum alla síðustu viku. Fjöldi sakborninga gerði það að verkum að þinghaldinu var fundinn staður í Gullhömrum svo allir verjendurnir kæmust fyrir. Sett var upp sérstakt hljóðkerfi svo allir verjendur gætu tekið til máls og mikið lagt í þá vinnu. Um helgina fór svo fram veisla í salnum og allur búnaður tekinn niður. Ekki var talin þörf á honum enda aðeins málflutningur saksóknara og verjenda eftir. Þegar ljóst varð að taka þyrfti aftur skýrslu af Alexander Mána, vegna breyttrar afstöðu, þurfti að gera hlé á þinghaldi. Upptökubúnaður var ekki lengur til staðar. Var brugðið á það ráð að lögregluþjónn stóð fyrir framan Alexander á meðan sá síðarnefndi gaf skýrslu og tók frásögn hans upp á búkmyndavél. Sú staðreynd að Alexander Máni neitaði sök við aðra hnífsstunguna beinir sjónum að öðrum sakborningum í málinu. Alexander Máni er sá eini sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, þrjár tilraunir. Hann játaði tvær hnífsstungur og nú stendur eftir ein játning. Enginn verjandi í málinu spurði Alexander Mána út í breyttan framburð sinn við skýrslutöku saksóknara í morgun. Í framhaldinu fór málflutningur saksóknara fram. Þar krafðist Dagmar Ösp saksóknari átta ára fangelsisdóms yfir Alexander Mána. Hálftíma hlé var gert að loknum málflutningi saksóknara. Fram undan er málflutningur verjenda í málinu.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Tengdar fréttir Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 „Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17
„Ég vissi ekki að hann væri alvitur“ Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka. 29. september 2023 15:46
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent