Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2023 13:00 Færslur eiginkonu Diogos Jota á Instagram. Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01
Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00
VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00
Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45