Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2023 13:00 Færslur eiginkonu Diogos Jota á Instagram. Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01
Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00
VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00
Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45