Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2023 13:00 Færslur eiginkonu Diogos Jota á Instagram. Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira
Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira
Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01
Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00
VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00
Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45