„Maður verður bara að halda áfram“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. september 2023 23:10 Dagur Árni átti frábæran leik í kvöld S2 Sport Dagur Árni Heimisson skoraði sex mörk fyrir KA sem vann dramatískan eins marks sigur á Stjörnunni í fjórðu umferð Olís-deildar karla á Akureyri í kvöld. Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira
Jafnt var með liðunum lengst af en KA var þó skrefi á undan meirihluta leiksins. Stjörnunni tókst að komast yfir þegar 7 mínútur lifðu leiks en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmark KA þegar hálf mínúta var eftir og gestunum tókst ekki að nýta sína síðustu sókn. Fögnuður KA manna var hreint út sagt ærandi í klefanum í lok leiks og má ætla að það taki nokkuð á fyrir leikmann að taka slík fagnaðarlæti strax eftir leik. Fyrsta spurningin til Dags var því hvort hann væri þreyttari eftir leikinn eða þessi miklu fagnaðarlæti? „Eiginlega fögnuðinn aðeins meira sko. Það var sturlað gaman að spila þetta og maður fær bara gæsahúð eftir leik, sturlað.“ Tveir síðustu leikir KA hafa endað með jafntefli og því mikill léttir að ná sigri í dag þó það hefði ekki tæpara mátt standa „Loksins náðum við að klára leik, það var kominn tími til, vorum eiginlega klaufar á móti Fram að klára það ekki en svo heppnir á móti HK en gott að ná að klára þennan.“ KA var oft og tíðum einu til tveimur mörkum yfir í leiknum en náði aldrei að slíta Stjörnuna alveg frá sér ásamt því að gestirnir komust yfir seint í leiknum. „Þetta var bara smá erfitt. Hergeir (Grímsson) var mjög fínn og Doddi (Þórður Tandri Ágústsson) á línunni og Siggi (Sigurður Dan Óskarsson) að verja í markinu þannig annars bara góður leikur.“ Dagur Árni og Magnús Dagur Jónatansson eru báðir upprennandi efnilegir leikmenn og skiluðu saman ellefu mörkum í dag. Dagur segir þó eldri leikmennina einnig hafa staðið fyrir sínu í dag. „Fullt af eldri leikmönnum eins og Einar (Rafn Eiðsson) og Óli (Ólafur Gústafsson) hjálpa manni mjög. Við hittum á ágætan dag í dag og svo er bara að halda því áfram.“ Stemmingin í KA-heimilinu var rosalega góð og þá sérstaklega í lokin þegar allt var undir. Er þetta besta andrúmsloftið til að spila handbolta? „Þetta er sturlað sko. Þetta er það sem manni dreymir um þegar maður er í yngri flokkunum í KA að spila með þessum gæjum og þessu stuðningsfólki.“ „Byrjunin mjög fín en hefðum átt að klára leikinn á móti Fram, það situr alveg í manni en maður verður bara að halda áfram. Annars bara mjög fínt sko“, sagði Dagur að lokum aðspurður hvernig hann meti byrjunina á tímabilinu.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja Sjá meira