Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 17:41 Ulf Kristofersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, var ómyrkur í máli í ávarpi til sænsku þjóðarinnar þar sem hann sagði allt yrði tekið til greina til að stemma stigu við stríði glæpagengja í landinu. EPA-EFE/Henrik Montgomery Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins. Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Í ávarpi sínu byrjaði Ulf á því að ávarpa fjölskyldur hinna látnu og annarra sem hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldinu síðustu mánuði. Hann sagði að hugur sinn væri hjá þeim. Þá lagði Ulf áherslu á að hafa hendur í hári meðlima glæpagengjanna.„Við beitum öllum tiltækum ráðum, það kemur allt til greina,“ segir Ulf. Hann sagði sænsk lög ekki gera ráð fyrir stríði glæpagengja líkt og þessu og að börn væru notuð í þeim tilgangi. Sagði hann að breytingar yrðu gerðar á löggjöf landsins til að bregðast við.Þegar hefur sænska ríkisstjórnin fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri.Þá hvatti forsætisráðherrann alla stjórnmálaflokka landsins til þess að sameinast í baráttunni gegn ofbeldinu. Hann þakkaði jafnframt lögregluyfirvöldum í landinu fyrir sín störf. Svíþjóð Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Í ávarpi sínu byrjaði Ulf á því að ávarpa fjölskyldur hinna látnu og annarra sem hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldinu síðustu mánuði. Hann sagði að hugur sinn væri hjá þeim. Þá lagði Ulf áherslu á að hafa hendur í hári meðlima glæpagengjanna.„Við beitum öllum tiltækum ráðum, það kemur allt til greina,“ segir Ulf. Hann sagði sænsk lög ekki gera ráð fyrir stríði glæpagengja líkt og þessu og að börn væru notuð í þeim tilgangi. Sagði hann að breytingar yrðu gerðar á löggjöf landsins til að bregðast við.Þegar hefur sænska ríkisstjórnin fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri.Þá hvatti forsætisráðherrann alla stjórnmálaflokka landsins til þess að sameinast í baráttunni gegn ofbeldinu. Hann þakkaði jafnframt lögregluyfirvöldum í landinu fyrir sín störf.
Svíþjóð Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira